Frakkar völtuðu yfir Sviss 20. júní 2014 15:00 Giroud fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/afp Frakkar eru komnir í sextán liða úrslit HM eftir ótrúlegan 5-2 sigur á Sviss í kvöld. Leikurinn var frábær. Fyrri hálfleikur var stórkostleg skemmtun. Olivier Giroud kom Frökkum yfir með frábæru skallamarki á 17. mínútu. Fastur skalli langt út í teig sem markvörðurinn hefði kannski átt að verja. Þetta var sögulegt mark enda 100. markið sem Frakkar skora í lokakeppni HM. Aðeins mínútu síðar var staðan orðin 2-0. Mistök hjá Sviss sem tapaði boltanum illa og Blaise Matuidi kláraði færið sitt vel. Skömmu síðar gat Frakklandi komist í 3-0 er þeir fengu víti. Karim Benzema lét verja frá sér en Yohan Cabaye tók frákastið. Hann var einn með boltann í markteig en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta boltanum í slána. Klúður keppninnar og fyrsta vítið af átta á HM sem fer ekki í markið. Þriðja markið kom þó skömmu fyrir hlé úr stórkostlegri skyndisókn. Raphael Varane með frábæra sendingu upp vinstri kantinn þar sem enginn var nema Giroud. Hann lék í átt að marki og gaf svo boltan fyrir á Mathieu Valbuena sem mokaði boltanum yfir línuna. 3-0 og þvílík veisla. Sviss var mikið með boltann í síðari hálfleik en gekk lítið að skapa almennileg færi. Rúmum 20 mínútum fyrir leikslok fékk Sviss fjórða markið í andlitið. Frábær sending í teiginn a Benzema sem kláraði færið vel. Þrjú mörk komin hjá honum á HM. Benzema var ekki hættur að gera það gott því hann lagði upp mark fyrir Moussa Sissoko skömmu síðar. Þrjú mörk og tvær stoðsendingar hjá honum í tveimur leikjum. Sviss náði nú að klóra í bakkann áður en yfir lauk þegar Blerim Dzemaili skoraði með góðu skoti beint úr aukaspyrna. Spyrna af hátt um 30 metra færi sem fór í gegnum varnarvegg Frakka og í netið. Xhaka skoraði svo gott mark. Fékk flotta sendingu í teiginn, tók boltann á lofti og hamraði hann í netið. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira
Frakkar eru komnir í sextán liða úrslit HM eftir ótrúlegan 5-2 sigur á Sviss í kvöld. Leikurinn var frábær. Fyrri hálfleikur var stórkostleg skemmtun. Olivier Giroud kom Frökkum yfir með frábæru skallamarki á 17. mínútu. Fastur skalli langt út í teig sem markvörðurinn hefði kannski átt að verja. Þetta var sögulegt mark enda 100. markið sem Frakkar skora í lokakeppni HM. Aðeins mínútu síðar var staðan orðin 2-0. Mistök hjá Sviss sem tapaði boltanum illa og Blaise Matuidi kláraði færið sitt vel. Skömmu síðar gat Frakklandi komist í 3-0 er þeir fengu víti. Karim Benzema lét verja frá sér en Yohan Cabaye tók frákastið. Hann var einn með boltann í markteig en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta boltanum í slána. Klúður keppninnar og fyrsta vítið af átta á HM sem fer ekki í markið. Þriðja markið kom þó skömmu fyrir hlé úr stórkostlegri skyndisókn. Raphael Varane með frábæra sendingu upp vinstri kantinn þar sem enginn var nema Giroud. Hann lék í átt að marki og gaf svo boltan fyrir á Mathieu Valbuena sem mokaði boltanum yfir línuna. 3-0 og þvílík veisla. Sviss var mikið með boltann í síðari hálfleik en gekk lítið að skapa almennileg færi. Rúmum 20 mínútum fyrir leikslok fékk Sviss fjórða markið í andlitið. Frábær sending í teiginn a Benzema sem kláraði færið vel. Þrjú mörk komin hjá honum á HM. Benzema var ekki hættur að gera það gott því hann lagði upp mark fyrir Moussa Sissoko skömmu síðar. Þrjú mörk og tvær stoðsendingar hjá honum í tveimur leikjum. Sviss náði nú að klóra í bakkann áður en yfir lauk þegar Blerim Dzemaili skoraði með góðu skoti beint úr aukaspyrna. Spyrna af hátt um 30 metra færi sem fór í gegnum varnarvegg Frakka og í netið. Xhaka skoraði svo gott mark. Fékk flotta sendingu í teiginn, tók boltann á lofti og hamraði hann í netið.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira