Erlent

Keníumenn hvattir til að horfa á HM heima hjá sér

Frá einu hótelanna sem varð fyrir árás.
Frá einu hótelanna sem varð fyrir árás. Vísir/AP
Stjórnvöld í Kenía biðla nú til landsmanna að þeir horfi á leikina í Heimsmeistaramótinu í Knattspyrnu heima hjá sér en ekki á veitingastöðum og torgum eins og tíðkast í landinu.

Ástæðan er ótti við hryðjuverkaárásir en í síðustu viku voru sextíu drepnir í árás sem gerð var á vinsælan ferðamannastað við ströndina. Samtökin Al Shabab frá Sómalíu hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér en Uhuro Kenýatta forseti segir að innlendir aðilar hafi staðið á bakvið verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×