Innlent

Útskrift HÍ á sama tíma og Secret Solstice: „Við teljum að þetta muni leysast farsællega“

Bjarki Ármannsson skrifar
Jakob segir að ekki þurfti að óttast að flutningur hljómlistarmanna muni trufla brautskráninguna á morgun.
Jakob segir að ekki þurfti að óttast að flutningur hljómlistarmanna muni trufla brautskráninguna á morgun. Vísir/Samsett
Útskrift rúmlega tvö þúsund nema frá Háskóla Íslands fer fram á morgun og er um fjölmennustu útskrift í sögu skólans að ræða. Athöfnin er haldin í Laugardalshöll en á sama tíma stendur yfir tónleikahátíðin Secret Solstice, nánast við hliðina á höllinni.

„Við erum búin að funda mjög mikið með lögreglunni, stjórnendum Laugardalshallar og borgaryfirvöldum sem láta sig þessi mál varða,“  segir Jakob Frímann Magnússon, einn skipuleggjenda Secret Solstice. „Við erum að stýra því þannig að útskriftarfólkið fer sína hefðbundnu leið að Laugardalshöll og leggur þar og þar allt um kring. Við beinum okkar fólki á aðra staði, við fengum Laugardalsvöllinn og upp á Suðurlandsbraut og inn í hverfin. En það verður óneitanlega dálítill umferðarþungi.“

Jakob segir að ekki þurfi að óttast það að flutningur hljómlistarmanna á borð við Reykjavíkurdætur, Kaleo og Sísi Ey muni trufla brautskráninguna en tónleikadagskrá hefst á hádegi, á meðan athöfninni stendur.

„Það er hætt við að það heyrist kannski einhver endurrómur af lágtíðni, eins og gjarnan gerist,“ segir Jakob. „En höllin á að vera þokkalega varin fyrir öðrum tíðnissviðum.“

Hann segir að jafnframt verði hávaða stillt í hóf á meðan útskrift stendur svo grípandi danstónlist kaffæri ekki virðulegar tækifærisræðurnar.

„Við teljum að þetta muni allt leysast farsællega.“


Tengdar fréttir

Næturgæsla í Húsdýragarðinum aukin

Hávaði, skvaldur og fólk í misgóðu ástandi er einn fylgifiskur tónlistar- og útihátíða og verður tónlistarhátíðin Secret Solstice líklega ekki undanskilin því.

Hverjir spilar hvenær á Secret Solstice

Eftirvæntingin eftir Secret Solstice-hátíðinni fer vaxandi með hverjum deginum sem líður en hér geturðu séð hvaða tónlistarmenn spila hvar og hvenær á hátíðinni.

Hátt í 500 starfsmenn á Secret Solstice

Carmen Jóhannsdóttir aðstoðarframleiðslustjóri fer yfir hvað verður hvar fyrsta þættinum af Secret Solstice: Upphitun, sem sýndur er hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×