Erlent

Hermaður hóf skothríð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hermann í S-Kóreu gráir fyrir járnum vegna hermannsins sem hóf skothríð.
Hermann í S-Kóreu gráir fyrir járnum vegna hermannsins sem hóf skothríð. ap
Suður-Kóreskur hermaður sem skaut á herdeildarfélaga sína á laugardag var handsamaður í nótt.

Gríðarleg leit hafði verið gerð að manninum og fannst hann um síðir í skóla í nágrenninu og höfðu þúsundir hermanna umkringt hann þar sem hann hafði komið sér fyrir með nokkuð magn vopna.

Maðurinn, sem er 22 ára hafði við lok vaktar sinnar á herstöðinni  á landamærunum við Norður Kóreu hafið skothríð og felldi hann fimm félaga sína áður en hann lagði á flótta. Svo virðist sem hann hafi reynt að taka eigið líf eftir að hann var umkringdur en að það hafi mistekist. Hann var því handsamaður og liggur nú á hersjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×