Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. júní 2014 14:21 Hér er Steingrímur að hella kínversku hrísgrjónavíni í glas. „Ég veit ekki hvort þið trúið því, en þetta er forsætisráðherra Íslands,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannsson í sundskýlu. Adleman hefur fjallað um leiðtogafundinn í Höfða að undanförnu, í síðasta mánuði kom út bók eftir hann sem ber titilinn Reagan at Reykjavik og segir frá mikilvægi leiðtogafundarins í Höfða. „Íslendingar voru engan veginn tilbúnir fyrir þessa innrás blaðamanna. Þó að fundurinn hafi átt að vera lítill í sniðum komu 3217 blaðamenn til landsins. Forsætisráðherra landsins hafði enga hugmynd um hverju hann myndi lenda í,“ segir Adleman í fyrirlestri sínum með bros á vör. Hann segir svo frá því þegar erlendir blaðamenn báðu Steingrím um að veita sér viðtal. „Þeir spurðu hann hvenær hann ætti lausan tíma og hann svaraði: „Þegar þið eigið lausan tíma““. Adleman segir svo frá því að fréttamaðurinn Tom Brokaw hafi beðið Steingrím um viðtal þegar hann væri í sundi og Steingrímur varð við þeirri bón. „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ bætir hann við hlæjandi. „Þetta er skrýtin mynd frá mjög skrýtinni helgi.“ Bókin Reagan at Reykjavik, eftir Ken Adleman, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Adleman var sjálfur staddur hér á landi þegar leiðtogafundurinn í höfða fór fram fyrir 28 árum síðan. Hann byggir bókina á trúnaðarskjölum sem voru nýlega gerð opinber. Bókin þykir varpa nýju ljósi á mikilvægi fundarins og er hann talinn hafa skapað aðstæður sem hjálpuðu til við að enda Kalda stríðið. Adleman segir þetta hafa verið hápunktinn á forsetaferli Reagan. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni var Steingrímur Hermannsson ekki feiminn við að láta mynda sig klæddan sundskýlu. Þessa mynd tók Gunnar V. Andrésson ljósmyndari þegar Þorrinn var blótaður á síðustu öld. Þarna er Steingrímur að hella kínversku hrísgrjónavíni í glas. Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þið trúið því, en þetta er forsætisráðherra Íslands,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannsson í sundskýlu. Adleman hefur fjallað um leiðtogafundinn í Höfða að undanförnu, í síðasta mánuði kom út bók eftir hann sem ber titilinn Reagan at Reykjavik og segir frá mikilvægi leiðtogafundarins í Höfða. „Íslendingar voru engan veginn tilbúnir fyrir þessa innrás blaðamanna. Þó að fundurinn hafi átt að vera lítill í sniðum komu 3217 blaðamenn til landsins. Forsætisráðherra landsins hafði enga hugmynd um hverju hann myndi lenda í,“ segir Adleman í fyrirlestri sínum með bros á vör. Hann segir svo frá því þegar erlendir blaðamenn báðu Steingrím um að veita sér viðtal. „Þeir spurðu hann hvenær hann ætti lausan tíma og hann svaraði: „Þegar þið eigið lausan tíma““. Adleman segir svo frá því að fréttamaðurinn Tom Brokaw hafi beðið Steingrím um viðtal þegar hann væri í sundi og Steingrímur varð við þeirri bón. „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ bætir hann við hlæjandi. „Þetta er skrýtin mynd frá mjög skrýtinni helgi.“ Bókin Reagan at Reykjavik, eftir Ken Adleman, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Adleman var sjálfur staddur hér á landi þegar leiðtogafundurinn í höfða fór fram fyrir 28 árum síðan. Hann byggir bókina á trúnaðarskjölum sem voru nýlega gerð opinber. Bókin þykir varpa nýju ljósi á mikilvægi fundarins og er hann talinn hafa skapað aðstæður sem hjálpuðu til við að enda Kalda stríðið. Adleman segir þetta hafa verið hápunktinn á forsetaferli Reagan. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni var Steingrímur Hermannsson ekki feiminn við að láta mynda sig klæddan sundskýlu. Þessa mynd tók Gunnar V. Andrésson ljósmyndari þegar Þorrinn var blótaður á síðustu öld. Þarna er Steingrímur að hella kínversku hrísgrjónavíni í glas.
Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18
Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30