Fótbolti

Alfreð svarar spurningum um framtíðina í HM-messunni

Tómas Þór Þórðarso skrifar
Alfreð Finnbogason hlaut gullskóinn í Hollandi.
Alfreð Finnbogason hlaut gullskóinn í Hollandi.
Alfreð Finnbogason, markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verður gestur Gumma Ben og HjörvarsHafliðasonar í HM-messunni í kvöld sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 22.30.

Þar verður farið yfir leiki dagsins í A og B-riðlum sem lauk í dag en Holland tryggði sér meðal annars efsta sætið í B-riðli með sigri á Síle. Nú standa yfir lokaleikirnir í A-riðli.

Alfreð mun einnig svara spurningum um eigin framtíð en hann hefur verið sterklega orðaður við Olympiakos í Grikklandi og Real Sociedad á Spáni á síðustu dögum og vikum.

Alfreð stefnir að því að yfirgefa Heerenveen í sumar en hann er markahæsti leikmaður liðsins í deildinni í sögu þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×