Erlent

Jarðskjálfti upp á 8 stig við Alaska

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Upptök skjálftans voru á milli Alaska og Rúslands.
Upptök skjálftans voru á milli Alaska og Rúslands. MYND/GOOGLE EARTH
Jarðskjálfti upp á átta stig varð und­an strönd Alaska í kvöld nærri Aleútaeyjum, sem oft eru kallaðar Rottueyjar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Banda­rísku jarðvís­inda­stofn­un­inni og The Buisness Insider greinir frá. Skjálft­inn reið yfir laust fyr­ir klukkan 21 að ís­lensk­um tíma og gef­in hef­ur verið út viðvör­un vegna hættu á flóðbylgju þó ekki sé búist við við mik­illi eyðilegg­ingu.

Tekið er sér­stak­lega fram að Hawaii standi ekki ógn af mögu­legri flóðbylgju og að önnur strandsvæði við Kyrrahaf gætu fundið fyrir lítillegri hækkun á yfirborði sjálfari.

Flóðbylgju­viðvör­un­in á um strand­byggðir frá Ni­kolski á Umnak eyju að Attu eyju. Á þess­um svæðum er hugs­an­legt að stór­ar flóðbylgj­ur gætu komið að landi mörg­um klukku­stund­um eft­ir skjálft­ann.

Skjálftinn var upphaflega sagður 7,1 stig en var síðar uppfærður í 8 stig og átti hann upptök sín á tæplega 92 kílómetra dýpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×