Enski boltinn

Rio Ferdinand samþykkir tilboð QPR

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. Vísir/Getty
Rio Ferdinand er búinn að samþykkja tilboð frá nýliðum QPR samkvæmt heimildum enska miðilsins Daily Mail. Hann fetar því í fótspor bróðir síns sem lék með félaginu um tveggja ára skeið.

Ferdinand, sem er 35 ára gamall, lék með Manchester United í tólf ár en samningur hans rann út í lok nýafstaðins tímabils. Ferdinand fékk tilboð frá klúbbum utan sem innan Englands en hefur tilkynnt QPR að hann muni leika með liðinu á næstkomandi tímabili.

Talið er að knattspyrnustjóri liðsins, Harry Redknapp, hafi skipt miklu máli í ákvörðunartöku Rio en hann hefur lagt mikla áherslu á að fá þennan reynda varnarmann. Rio tekur á sig töluverða launalækkun frá fyrri samningum sínum en snýr aftur til knattspyrnustjórans sem gaf honum sitt fyrsta tækifæri hjá West Ham fyrir átján árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×