Fótbolti

Samaras skaut Grikkjum áfram í uppbótartíma

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andreas Samaris skorar fyrir Grikkland.
Andreas Samaris skorar fyrir Grikkland. Vísir/Getty
Það vantaði ekki dramatíkina þegar Grikkir komust áfram í 16 liða úrslitin úr C-riðli HM 2014 í fótbolta í kvöld.

Grikkir virtust vera úr leik þegar þeir fengu allt í einu vítaspyrnu á annarri mínútu í uppbótartíma en úr henni skoraði framherjinn GiorgosSamaras.

Grikkir þurftu að vinna leikinn til þess að komast áfram og komust yfir, 1-0, á 42. mínútu með marki AndreasSamaris.

Fílabeinsströndin jafnaði með marki Wilfried Bony á 72. mínútu eftir laglega sókn en Gervinho lagði upp markið fyrir Swansea-manninn.

Þegar allt virtist stefna í grískan harmleik fékk Samaras í teignum, að því virtist við að sparka sjálfur í grasið, en vítaspyrna var dæmd.

Hann steig sjálfur á punktinn og skaut Grikkjum í 16 liða úrslitin þar sem þeir sleppa við allar stóru þjóðirnar og mæta Kostaríka.

Leikurinn fer fram þann 29.júní í Recife.

vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×