Innlent

Meintir árásarmenn á Hvammstanga lausir úr haldi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá Hvammstanga.
Frá Hvammstanga. vísir/jón sigurður
Mennirnir tveir sem grunaðir voru um að hafa banað manni á Hvammstanga um síðastliðna helgi hafa verið látnir lausir úr gæsluvarðhaldi, en sæta nú farbanni. Hugsanlegt er að höfuðáverkar sem drógu manninn til dauða megi rekja til slyss en ekki barsmíða. RÚV greinir frá.

Mennirnir tveir eru feðgar og búa í húsinu þar sem komið var að Tomasz Krzeczkowski síðastliðinn laugardag. Tomasz komst aldrei til meðvitundar og lést hann á sjúkrahúsi nokkrum dögum síðar. Banamein hans var höfuðkúpubrot.

Tomasz, sem var 35 ára Pólverji, var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús síðdegis á laugardaginn í síðustu viku, en tæpur sólarhringur leið þar til kallað var á sjúkrabíl. Ástand hans var mjög alvarlegt og var honum haldið sofandi í öndunarvél. Hann lést nokkrum dögum síðar.  Fjórir menn voru handteknir vegna málsins laugardagskvöld en þeir voru allir kunningjar hins látna. Voru þeir í kjölfarið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til sunnudags vegna gruns um líkamsárás.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×