Læknar í Bretlandi vilja bann við sölu á sígarettum Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2014 15:23 Formaður vísindaráðs læknasamtakanna segir þetta skref í áttina að því að koma á tóbakslausu samfélagi fyrir 2035. NordicPhotos/AFP Bresku læknasamtökin samþykktu á árlegum fulltrúafundi sínum í morgun að þrýsta á stjórnvöld að banna endanlega sölu sígarettna til þeirra sem fæddir eru eftir árið 2000. The Guardian segir að tillagan hafi verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á fundinum, en einnig hafa margir stigið fram og gagnrýnt hugmyndina. „Að byrja að reykja er ekki úthugsuð og útpæld ákvörðun sem fólk tekur á fullorðinsárunum,“ segir Tim Crocker-Buque, sem er á bak við tillöguna. „Áttatíu prósent reykingamanna byrja á unglingsárunum undir mikilli pressu frá jafnöldrum sínum.“ Hann segir einnig að þeir sem byrja að reykja fimmtán ára séu þrisvar sinnum líklegri til þess að deyja úr krabbameini af völdum reykinga en þeir sem byrja að reykja um hálfþrítugt. Bresku læknasamtökin hafa áður samþykkt tillögur í svipuðum dúr. Árin 2002 og 2011 þrýstu samtökin á stjórnvöld að banna reykingar á almennum stöðum og í bílum þar sem börn eru farþegar. Bæði þessi bönn voru á endanum fest í lög.Ætti að banna áfengi líka Sheila Holmes, formaður vísindaráðs læknasamtakanna, er ein þeirra sem styður tillöguna. Hún segir þetta skref í áttina að því að koma á tóbakslausu samfélagi fyrir 2035. Bresku reykingamannasamtökin Forest og Samtök tóbaksframleiðenda mæltu gegn tillögunni fyrir fundinn í morgun og sögðu að áhersla ætti frekar að vera lögð á að fylgja eftir núverandi lögum sem banna börnum að reykja. Sumir læknar sem sóttu fundinn voru einnig andvígir því að berjast fyrir banninu. Sumir segja að endanlegt bann við sölu á sígarettum muni einfaldlega færa söluna á svartan markað. Aðrir létu þau ummæli falla að ef banna ætti sígarettur, ætti að banna áfengi sömuleiðis. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Bresku læknasamtökin samþykktu á árlegum fulltrúafundi sínum í morgun að þrýsta á stjórnvöld að banna endanlega sölu sígarettna til þeirra sem fæddir eru eftir árið 2000. The Guardian segir að tillagan hafi verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á fundinum, en einnig hafa margir stigið fram og gagnrýnt hugmyndina. „Að byrja að reykja er ekki úthugsuð og útpæld ákvörðun sem fólk tekur á fullorðinsárunum,“ segir Tim Crocker-Buque, sem er á bak við tillöguna. „Áttatíu prósent reykingamanna byrja á unglingsárunum undir mikilli pressu frá jafnöldrum sínum.“ Hann segir einnig að þeir sem byrja að reykja fimmtán ára séu þrisvar sinnum líklegri til þess að deyja úr krabbameini af völdum reykinga en þeir sem byrja að reykja um hálfþrítugt. Bresku læknasamtökin hafa áður samþykkt tillögur í svipuðum dúr. Árin 2002 og 2011 þrýstu samtökin á stjórnvöld að banna reykingar á almennum stöðum og í bílum þar sem börn eru farþegar. Bæði þessi bönn voru á endanum fest í lög.Ætti að banna áfengi líka Sheila Holmes, formaður vísindaráðs læknasamtakanna, er ein þeirra sem styður tillöguna. Hún segir þetta skref í áttina að því að koma á tóbakslausu samfélagi fyrir 2035. Bresku reykingamannasamtökin Forest og Samtök tóbaksframleiðenda mæltu gegn tillögunni fyrir fundinn í morgun og sögðu að áhersla ætti frekar að vera lögð á að fylgja eftir núverandi lögum sem banna börnum að reykja. Sumir læknar sem sóttu fundinn voru einnig andvígir því að berjast fyrir banninu. Sumir segja að endanlegt bann við sölu á sígarettum muni einfaldlega færa söluna á svartan markað. Aðrir létu þau ummæli falla að ef banna ætti sígarettur, ætti að banna áfengi sömuleiðis.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira