Erlent

Hundur á heimilinu getur minnkað líkurnar á sykursýki hjá börnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
ÞessIr hvolpar eru ekki einungis sætir heldur gætu þeir einnig spornað við sykursýki.
ÞessIr hvolpar eru ekki einungis sætir heldur gætu þeir einnig spornað við sykursýki. VISIr/AFP
Finnsk rannsókn hefur sýnt fram á að ungabörn sem komast í reglulega í snertingu við hunda á fyrstu mánuðum ævi þeirra eiga í töluvert minni hættu á að fá sykursýki eitt á seinni æviskeiðum.Finnskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Rannsóknin náði til 3000 barna og bendir hún til þess að „marktæk fylgni“ sé á milli þessara tveggja þátta, þ.e. hundaeignar og lægri líkur á sykursýki en annað dýrahald virtist ekki framkalla sömu niðurstöður.

Önnur dýr voru einnig notuð við rannsóknina, aðallega kettir, kýr, hestar og kjúklingar, en einungis hundar virtust sporna við því að börnin greindust með sjúkdóminn. Öll börnin sem tóku þátt í rannsókninni komu úr fjölskyldum þar sem sykursýki var fyrirferðamikil en hún var framkvæmd í háskólasjúkrahúsunum í Helsinki, Oulu, Tampere og Turku.

Niðurstöðurnar eru taldar þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum og segir fulltrúi  finnska velferðar- og heilbrigðisráðuneytis að þrátt fyrir að fyrstu niðurstöður bendi til marktækrar fylgni sé frekari rannsókna þörf svo hægt sé að staðfestar varnaráhrif hundaeignarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×