Erlent

Leitar að afsönnun á þætti mannsins í gróðurhúsaáhrifunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bandarískur eðlisfræðiprófessor býður 10.000 dollara, rúmlega 1.2 milljónir króna, hverjum þeim sem tekst að afsanna þátt manns í hækkandi hitastigi jarðarinnar.

Dr. Christopher Keating, sem hefur starfað sem prófesor við Háskólann í Suður-Dakota, segir í fréttatilkynningu að hann gefa peninginn þeim sem tekst að færa sönnur á það að maðurinn eigi lítinn sem engan þátt í gróðurhúsaáhrifunum sem nú stefna lífríki jarðar í hættu.

Einu kröfurnar eru þær að komist sé að niðurstöðunum með vísindalegri aðferð og þær teljist nógu trúverðugar til að hann geti gengist við þeim.

„Ég veit að enginn verður ríkur af þessari upphæð. En segðu mér, væri ekki ágætt að eiga 10.000 dollara til skiptana. Efasemdamennirnir segja að skoðun þeirra liggi í augum uppi þannig að þeir þurfa varla að gera annað en að klippa og líma niðurstöðurnar úr einhverri viðurkenndri rannsókn,“ skrifaði Keating á bloggi sínu.

Dr. Christopher Keating
„Þetta er ekkert grín. Ef einhver getur lagt fram óyggjandi sannannir fyrir máli sínu sem ég get ekki hrakið mun ég reiða fram upphæðina.

Hann viðurkennir þó að hann sé ekki alveg hlutlaus í málinu og að hann sjái ekki fram á að þurfa að ná í ávísanaheftið í bráð, „einfaldlega af því að það er ekki hægt að sanna þetta. Sannanirnar fyrir þætti mannsins í gróðurhúsaáhrifunum eru yfirþyrmandi og engum hefur, eða mun takast, að sýna fram á annað.“

Chistopher Keating ásakar efasemdamennina um að standa í ímyndarherferðin líkt og tóbaksfyrirtækin hafa gert með því að neyta tengslunum milli reykinga og lungnakrabbameins.

Hann hefur nú þegar hafnað tveimur umsækjendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×