Scolari: Getum ekki verið kurteisir lengur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2014 06:00 Scolari faðmar Neymar að sér í leikslok. Vísir/Getty Sem kunnugt er tryggði Brasilía sér sæti í átta-liða úrslitum á HM í fótbolta í gær eftir sigur á Chile eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Brasilíu, segir að sínir menn geti ekki leyft sér að vera "kurteisir" lengur. "Við þurfum að fara að verja okkur og spila okkar leik á ný. Ég get verið yfirþyrmandi á köflum. Við höfum verið of kurteisir og ég get ekki verið kurteis lengur," sagði Scolari eftir leikinn gegn Chile. "Við settum okkur það markmið að að verða heimsmeistarar. Nú eru stuðningsmennirnir farnir að krefjast þess af okkur, vegna þess að við sögðumst ætla að komast áfram og verða heimsmeistarar. "Ef þú lofar einhverju, þá verðurðu að standa við það. Þú verður að gera allt sem í þínu valdi stendur til að efna loforðið. Það er það sem leikmennirnir eru að gera. Við tókum fjórða skrefið í dag. Það eru þrjú skref eftir að titlinum," sagði þjálfarinn sem bar lof á chileska liðið. "Þegar dregið var í riðla sáum við strax að við gátum mætt Chile í útsláttarkeppninni. Þeir eru með mjög vel skipulagt lið og góða leikaðferð. Þetta var jafn og erfiður leikur og úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni." Brasilíumenn mæta Kólumbíu í átta-liða úrslitunum á miðvikudaginn kemur, en Scolari ákvað að gefa sínum mönnum frí í dag. "Það koma upp erfiðleikar í öllum leikjum og við þurfum að bæta okkar leik. Við vonumst til að geta nýtt okkur það sem gerðist í gær á jákvæðan hátt. Við tökum það besta út úr hverjum leik sem við spilum. "Við erum með gott landslið. Við erum ekkert betri eða verri en hin liðin sem unnu sér þátttökurétt á HM. "Við erum að spila á heimavelli fyrir framan okkar fólk. Stuðningsmennirnir standa með okkur, jafnvel þegar okkur gengur illa. Það er dásamleg tilhugsun og mjög mikilvægt fyrir okkur," sagði Scolari, en hann segir að Neymar höndli pressuna sem fylgir því að vera aðalstjarna brasilíska liðsins. "Neymar er 21 eða 22 ára, en hann býr yfir reynslu miklu eldri leikmanns. Hann er þroskaður leikmaður. "Hann er andlega sterkur. Það eru ýmsir hlutir í hans lífi, hans sögu, sem benda til þess að hann hafi verið tilbúinn síðan hann var 17, 18 ára. "Hann er einföld manneskja og elskar að spila fótbolta," sagði Scolari að lokum. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Slær Brasilía Chile enn og aftur út? Brasilía og Chile mætast í 16-liða úrslitum á HM í fótbolta í Belo Horizonte klukkan 16:00 í dag. 28. júní 2014 14:10 Háspenna, lífshætta í Belo Horizonte | Myndir Brasilía varð fyrsta liðið til tryggja sér sæti í átta-liða úrslitum á HM eftir sigur á Chile í vítaspyrnukeppni í Belo Horizonte í dag. Staðan var jöfn, 1-1, að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Staðan var einnig jöfn, 2-2, fyrir síðustu umferð vítaspyrnukeppninnar. 28. júní 2014 00:01 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Sjá meira
Sem kunnugt er tryggði Brasilía sér sæti í átta-liða úrslitum á HM í fótbolta í gær eftir sigur á Chile eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Brasilíu, segir að sínir menn geti ekki leyft sér að vera "kurteisir" lengur. "Við þurfum að fara að verja okkur og spila okkar leik á ný. Ég get verið yfirþyrmandi á köflum. Við höfum verið of kurteisir og ég get ekki verið kurteis lengur," sagði Scolari eftir leikinn gegn Chile. "Við settum okkur það markmið að að verða heimsmeistarar. Nú eru stuðningsmennirnir farnir að krefjast þess af okkur, vegna þess að við sögðumst ætla að komast áfram og verða heimsmeistarar. "Ef þú lofar einhverju, þá verðurðu að standa við það. Þú verður að gera allt sem í þínu valdi stendur til að efna loforðið. Það er það sem leikmennirnir eru að gera. Við tókum fjórða skrefið í dag. Það eru þrjú skref eftir að titlinum," sagði þjálfarinn sem bar lof á chileska liðið. "Þegar dregið var í riðla sáum við strax að við gátum mætt Chile í útsláttarkeppninni. Þeir eru með mjög vel skipulagt lið og góða leikaðferð. Þetta var jafn og erfiður leikur og úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni." Brasilíumenn mæta Kólumbíu í átta-liða úrslitunum á miðvikudaginn kemur, en Scolari ákvað að gefa sínum mönnum frí í dag. "Það koma upp erfiðleikar í öllum leikjum og við þurfum að bæta okkar leik. Við vonumst til að geta nýtt okkur það sem gerðist í gær á jákvæðan hátt. Við tökum það besta út úr hverjum leik sem við spilum. "Við erum með gott landslið. Við erum ekkert betri eða verri en hin liðin sem unnu sér þátttökurétt á HM. "Við erum að spila á heimavelli fyrir framan okkar fólk. Stuðningsmennirnir standa með okkur, jafnvel þegar okkur gengur illa. Það er dásamleg tilhugsun og mjög mikilvægt fyrir okkur," sagði Scolari, en hann segir að Neymar höndli pressuna sem fylgir því að vera aðalstjarna brasilíska liðsins. "Neymar er 21 eða 22 ára, en hann býr yfir reynslu miklu eldri leikmanns. Hann er þroskaður leikmaður. "Hann er andlega sterkur. Það eru ýmsir hlutir í hans lífi, hans sögu, sem benda til þess að hann hafi verið tilbúinn síðan hann var 17, 18 ára. "Hann er einföld manneskja og elskar að spila fótbolta," sagði Scolari að lokum.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Slær Brasilía Chile enn og aftur út? Brasilía og Chile mætast í 16-liða úrslitum á HM í fótbolta í Belo Horizonte klukkan 16:00 í dag. 28. júní 2014 14:10 Háspenna, lífshætta í Belo Horizonte | Myndir Brasilía varð fyrsta liðið til tryggja sér sæti í átta-liða úrslitum á HM eftir sigur á Chile í vítaspyrnukeppni í Belo Horizonte í dag. Staðan var jöfn, 1-1, að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Staðan var einnig jöfn, 2-2, fyrir síðustu umferð vítaspyrnukeppninnar. 28. júní 2014 00:01 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Sjá meira
Slær Brasilía Chile enn og aftur út? Brasilía og Chile mætast í 16-liða úrslitum á HM í fótbolta í Belo Horizonte klukkan 16:00 í dag. 28. júní 2014 14:10
Háspenna, lífshætta í Belo Horizonte | Myndir Brasilía varð fyrsta liðið til tryggja sér sæti í átta-liða úrslitum á HM eftir sigur á Chile í vítaspyrnukeppni í Belo Horizonte í dag. Staðan var jöfn, 1-1, að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Staðan var einnig jöfn, 2-2, fyrir síðustu umferð vítaspyrnukeppninnar. 28. júní 2014 00:01