Háspenna, lífshætta í Belo Horizonte | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2014 00:01 David Luiz horfir til himins. Vísir/Getty Brasilía varð fyrsta liðið til tryggja sér sæti í átta-liða úrslitum á HM eftir sigur á Chile í vítaspyrnukeppni í Belo Horizonte í dag. Staðan var jöfn, 1-1, að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Staðan var einnig jöfn, 2-2, fyrir síðustu umferð vítaspyrnukeppninnar. Neymar byrjaði á því að skora fyrir heimamenn, en varnarmaðurinn Gonzalo Jara skaut svo boltanum í stöngina og því var ljóst að Brasilía var komin í átta-liða úrslit, enn eitt heimsmeistaramótið í röð. Leikurinn var gríðarlega hraður, sérstaklega framan af, og bæði lið spiluðu af miklum krafti, en alls dæmdi Howard Webb, dómari leiksins, 49 aukaspyrnur í leiknum og gaf sjö gul spjöld. Brasilíumenn komust yfir á 18. mínútu þegar boltinn fór af David Luiz og í netið eftir hornspyrnu Neymars og skalla Thiagos Silva. Þetta var fyrsta mark Luiz fyrir brasilíska landsliðið. Chile-menn lögðu ekki árar og jöfnuðu metin á 32. mínútu. Þar var að verki Alexis Sanchez með góðu skoti eftir sendingu frá Eduardo Vargas, en Brasilíumaðurinn Hulk gerði stór mistök í aðdraganda marksins. Staðan var 1-1 í hálfleik, en skömmu áður en liðin gengu til búningsherbergja varði Claudio Bravo, fyrirliði Chile og nýjasti liðsmaður Barcelona, frábærlega frá Dani Alves. Á 54. mínútu átti sér stað umdeild atvik þegar Hulk skoraði, en Webb taldi hann hafa handleikið boltann og dæmdi markið af, heimamönnum til lítillar ánægju. Liðin skiptust á að sækja í seinni hálfleiknum; Julio Cesar varði frábærlega frá Charles Aranguiz og Bravo þurfti aftur að taka honum stóra sínum þegar hann varði skot Hulks. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Brasilíumenn voru heldur sterkari í framlengingunni, en það voru Chile-menn sem komust næst því að vinna leikinn þegar varamaðurinn Mauricio Pinilla þrumaði boltanum í slána á lokamínútu framlengingarinnar. Óhætt er að segja að nokkur brasilísk hjörtu hafi tekið aukaslög á því augnabliki. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.Vítaspyrnukeppnin (Brasilía byrjaði): David Luiz skoraði - 1-0 Mauricio Pinilla varið - 1-0 Willian framhjá - 1-0 Alexis Sanchez varið - 1-0 Marcelo skoraði - 2-0 Charles Aranguiz skoraði - 2-1 Hulk varið - 2-1 Marcelo Diaz skoraði - 2-2 Neymar skoraði - 3-2 Gonzalo Jara stöngin - 3-2Brasilía vann vítaspyrnukeppnina 3-2. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Sjá meira
Brasilía varð fyrsta liðið til tryggja sér sæti í átta-liða úrslitum á HM eftir sigur á Chile í vítaspyrnukeppni í Belo Horizonte í dag. Staðan var jöfn, 1-1, að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Staðan var einnig jöfn, 2-2, fyrir síðustu umferð vítaspyrnukeppninnar. Neymar byrjaði á því að skora fyrir heimamenn, en varnarmaðurinn Gonzalo Jara skaut svo boltanum í stöngina og því var ljóst að Brasilía var komin í átta-liða úrslit, enn eitt heimsmeistaramótið í röð. Leikurinn var gríðarlega hraður, sérstaklega framan af, og bæði lið spiluðu af miklum krafti, en alls dæmdi Howard Webb, dómari leiksins, 49 aukaspyrnur í leiknum og gaf sjö gul spjöld. Brasilíumenn komust yfir á 18. mínútu þegar boltinn fór af David Luiz og í netið eftir hornspyrnu Neymars og skalla Thiagos Silva. Þetta var fyrsta mark Luiz fyrir brasilíska landsliðið. Chile-menn lögðu ekki árar og jöfnuðu metin á 32. mínútu. Þar var að verki Alexis Sanchez með góðu skoti eftir sendingu frá Eduardo Vargas, en Brasilíumaðurinn Hulk gerði stór mistök í aðdraganda marksins. Staðan var 1-1 í hálfleik, en skömmu áður en liðin gengu til búningsherbergja varði Claudio Bravo, fyrirliði Chile og nýjasti liðsmaður Barcelona, frábærlega frá Dani Alves. Á 54. mínútu átti sér stað umdeild atvik þegar Hulk skoraði, en Webb taldi hann hafa handleikið boltann og dæmdi markið af, heimamönnum til lítillar ánægju. Liðin skiptust á að sækja í seinni hálfleiknum; Julio Cesar varði frábærlega frá Charles Aranguiz og Bravo þurfti aftur að taka honum stóra sínum þegar hann varði skot Hulks. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Brasilíumenn voru heldur sterkari í framlengingunni, en það voru Chile-menn sem komust næst því að vinna leikinn þegar varamaðurinn Mauricio Pinilla þrumaði boltanum í slána á lokamínútu framlengingarinnar. Óhætt er að segja að nokkur brasilísk hjörtu hafi tekið aukaslög á því augnabliki. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.Vítaspyrnukeppnin (Brasilía byrjaði): David Luiz skoraði - 1-0 Mauricio Pinilla varið - 1-0 Willian framhjá - 1-0 Alexis Sanchez varið - 1-0 Marcelo skoraði - 2-0 Charles Aranguiz skoraði - 2-1 Hulk varið - 2-1 Marcelo Diaz skoraði - 2-2 Neymar skoraði - 3-2 Gonzalo Jara stöngin - 3-2Brasilía vann vítaspyrnukeppnina 3-2.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Sjá meira