Enski boltinn

Herrera spenntur fyrir að vinna með van Gaal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Herrera er kominn til United.
Herrera er kominn til United. visir/getty
Spánverjinn Ander Herrera, nýjasti leikmaður Manchester United, er spenntur fyrir komandi verkefnum hjá félaginu og að vinna með nýjum knattspyrnustjóra, Louis van Gaal.

„Louis van Gaal er einn af besti stjórum í heimi og ég er heppinn að fá að vinna með honum," sagði Herrera í viðtali við MUTV, sjónvarpsstöð United.

„Ég get ekki beðið eftir að vinna með van Gaal og mínum nýju liðsfélögum."

„Ég þekki ensku úrvalsdeildina og mér líkar vel við hana. Ég held ég muni vaxa í henni, en hún er ein besta deild í heimi."

Herera hlakkar til að hitta Spánverjana sem fyrir eru hjá United, þá Juan Mata og David De Gea.

„Ég veit að þeir eru ánægðir. Ég var að tala við þá og þeir sögðu mér báðir að þetta væri stærsta félag í heimi og þeir væru með mjög góðan hóp."

„Við erum góðir vinir og þeir geta hjálpað mér að aðlagast hjá klúbbnum," sagði Herrera að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×