Enski boltinn

Scholes: Knattspyrnan er galin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Paul Scholes segir að kaup Manchester United á Luke Shaw sýni hvað knattspyrnuheimurinn er orðinn „galinn“.

United staðfesti á dögunum að félagið hefði keypt Shaw frá Southampton fyrir 34 milljónir punda - um 6,5 milljarða íslenskra króna.

Shaw er aðeins átján ára gamall og talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður Englands þessa dagana. Hann varð með kaupum United dýrasti táningurinn í sögunni eða frá því að United keypti Wayne Rooney árið 2004.

„Að kaupa vinstri bakvörð fyrir 34 milljónir punda sýnir manni hversu galinn knattspyrnuheimurinn er í dag,“ sagði Scholes við fjölmiðla ytra.

„Fyrir þá upphæð vil ég sóknarmann sem mun skora ekki minna en 30 mörk hvert tímabil.“


Tengdar fréttir

Man. Utd gerir tilboð í Shaw

Forráðamenn Man. Utd nýttu ferðina til Southampton vel því samkvæmt heimildum Sky er liðið búið að gera Southampton tilboð í bakvörðinn Luke Shaw.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×