Innlent

Eineltismálið í Grindavík: Kennaranum færður þakklætisvottur á skólaslitum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Kennaranum, sem sendur hefur verið í leyfi, var færður þakklætisvottur á skólaslitum.
Kennaranum, sem sendur hefur verið í leyfi, var færður þakklætisvottur á skólaslitum.
Við skólaslit Grunnskóla Grindavíkur nú á miðvikudag var kennaranum, sem ásakaður hefur verið fyrir alvarlegt einelti gagnvart nemendum sínum, færður þakklætisvottur. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu á undanförnum vikum.

„Mér finnst þetta ekki í lagi. Þetta er of stór biti til að kyngja,“ segir móðir barns sem lenti í einelti af hálfu kennarans. Hún hefur áður tjáð sig um málið í fjölmiðlum. „Það er kona þessa kennara sem stjórnar útskriftinni. Hún ákveður að fara með ljóðið Aðgát skal höfð og kallar svo tíundubekkinga upp til þess að færa honum viðurkenningu.“ Að sögn móður barnsins var ekki haft samráð við nemendurna um að þessi viðurkenningarathöfn færi fram. „Ég var ekki reið, ég var tryllt. Að þurfa að horfa á barnið mitt sjá klappað fyrir þessum manni. Hann var meira að segja sendur í leyfi, hann ætti í rauninni ekkert að vera þarna.“

Móðirin, sem vildi ekki láta nafn síns getið vegna þess áreitis sem málið hefur þegar haft í för með sér fyrir hana og fjölskyldu hennar, segist einnig vera ósátt við hvernig málið hafi verið afgreitt á heimasíðu Grindavíkur. „Þar er hann titlaður umsjónakennari þrátt fyrir að vera í leyfi,“ útskýrir hún. „Þegar ég spyr þann sem sér um heimasíðuna hvort það þyrfti ekki að lagfæra þessa villu fæ ég þau svör að hann sjái sjálfur um síðuna. Hann og systir konunnar hans.“

„Daginn eftir var haldinn starfsmannafundur. Þar sagði skólastjórinn að skólaslitin hefðu bara farið vel fram. Það er bara verið að samþykkja þetta. Geturðu ímyndað þér hvernig það er fyrir barn að sitja undir þessu?“

Vísir hafði samband við umsjónarkonu athafnarinnar, konu kennarans sem sendur var í leyfi, en hún vildi ekki tjá sig neitt um málið. 


Tengdar fréttir

„Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál"

Eggjum var kastað í tvö hús í Grindavík í nótt, að því er virðist í tengslum við umdeilt mál í bænum, þar sem grunnskólakennari er sakaður um að leggja börn í einelti. Móðir eins barnanna kveðst vilja að þau geti farið óhrædd í skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×