„Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál" Hrund Þórsdóttir skrifar 22. apríl 2014 20:00 Eggjum var kastað í tvö hús í Grindavík í nótt, að því er virðist í tengslum við umdeilt mál í bænum, þar sem grunnskólakennari er sakaður um að leggja börn í einelti. Móðir eins barnanna kveðst vilja að þau geti farið óhrædd í skólann. Mikið hefur verið fjallað um eineltismál í Grindavík undanfarið, ekki síst mál kennarans og í Grindavík urðu tvö hús fyrir eggjakasti í nótt, að því er virðist í tengslum við eineltismálin. Annað af þeim stendur við Staðarhraun 50 og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig húsið var útlítandi eftir eggjakastið. „Strákurinn minn vaknaði klukkan þrjú í nótt við dynk á gluggann og þegar hann fór út að gá hvað væri um að vera sá hann að það var búið að kasta eggjum í húsið hjá okkur,“ segir Guðrún Kristjana Jónsdóttir, íbúi í húsinu. „Þetta er mjög leiðinlegt, ekki síst af því að hann sefur í þessu herbergi. Hvað ef yngri börnin mín hefðu verið sofandi þarna.“ Íbúar hússins við Staðarhraun tengjast málinu aðeins í gegnum vinskap en við Leynisbrún 15, þar sem heimilisfólkið vakanði einnig upp við það í morgun að búið var að kasta eggjum í húsið, búa systkini sem nú sækja einkakennslu utan skólans vegna málsins. Sagan um einelti kennarans teygir sig aftur í tímann en í vetur var staðfest að hann hefði beitt stúlku í níunda bekk, dóttur Eydnu Fossádal, einelti. Stúlkan treystir sér ekki í skólann og hefur undanfarið dvalist utan bæjarins vegna málsins. „Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál sem hefði getað verið leyst á einfaldan hátt en er því miður orðið allt of stórt,“ segir Eydna. Hvernig hefðir þú viljað leysa málið? „Mér finnst að kennarinn hefði átt að vera áminntur,“ segir hún. Kennarinn er enn við störf en Eydna vill að börnin geti farið óhrædd í skólann. Hún er tilbúin til sátta og eftir fund hennar með skólastjórnendum í dag ætla þeir að leggja fram nýja tillögu í málinu, í kvöld eða á morgun. Foreldrar barnanna hafa vísað því til fagráðs eineltis og bæjarstjórinn kveðst hafa kallað eftir athugun menntamálaráðuneytisins. Leitað var eftir viðbrögðum bæjarstjóra Grindavíkur, skólastjóra grunnskólans og sviðsstjóra fræðslusviðs vegna vinnslu þessarar fréttar, en þau kusu að tjá sig ekki um málið. Tengdar fréttir „Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04 „Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51 Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík „Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson. 22. apríl 2014 10:57 Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum. 22. apríl 2014 09:29 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Eggjum var kastað í tvö hús í Grindavík í nótt, að því er virðist í tengslum við umdeilt mál í bænum, þar sem grunnskólakennari er sakaður um að leggja börn í einelti. Móðir eins barnanna kveðst vilja að þau geti farið óhrædd í skólann. Mikið hefur verið fjallað um eineltismál í Grindavík undanfarið, ekki síst mál kennarans og í Grindavík urðu tvö hús fyrir eggjakasti í nótt, að því er virðist í tengslum við eineltismálin. Annað af þeim stendur við Staðarhraun 50 og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig húsið var útlítandi eftir eggjakastið. „Strákurinn minn vaknaði klukkan þrjú í nótt við dynk á gluggann og þegar hann fór út að gá hvað væri um að vera sá hann að það var búið að kasta eggjum í húsið hjá okkur,“ segir Guðrún Kristjana Jónsdóttir, íbúi í húsinu. „Þetta er mjög leiðinlegt, ekki síst af því að hann sefur í þessu herbergi. Hvað ef yngri börnin mín hefðu verið sofandi þarna.“ Íbúar hússins við Staðarhraun tengjast málinu aðeins í gegnum vinskap en við Leynisbrún 15, þar sem heimilisfólkið vakanði einnig upp við það í morgun að búið var að kasta eggjum í húsið, búa systkini sem nú sækja einkakennslu utan skólans vegna málsins. Sagan um einelti kennarans teygir sig aftur í tímann en í vetur var staðfest að hann hefði beitt stúlku í níunda bekk, dóttur Eydnu Fossádal, einelti. Stúlkan treystir sér ekki í skólann og hefur undanfarið dvalist utan bæjarins vegna málsins. „Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál sem hefði getað verið leyst á einfaldan hátt en er því miður orðið allt of stórt,“ segir Eydna. Hvernig hefðir þú viljað leysa málið? „Mér finnst að kennarinn hefði átt að vera áminntur,“ segir hún. Kennarinn er enn við störf en Eydna vill að börnin geti farið óhrædd í skólann. Hún er tilbúin til sátta og eftir fund hennar með skólastjórnendum í dag ætla þeir að leggja fram nýja tillögu í málinu, í kvöld eða á morgun. Foreldrar barnanna hafa vísað því til fagráðs eineltis og bæjarstjórinn kveðst hafa kallað eftir athugun menntamálaráðuneytisins. Leitað var eftir viðbrögðum bæjarstjóra Grindavíkur, skólastjóra grunnskólans og sviðsstjóra fræðslusviðs vegna vinnslu þessarar fréttar, en þau kusu að tjá sig ekki um málið.
Tengdar fréttir „Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04 „Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51 Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík „Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson. 22. apríl 2014 10:57 Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum. 22. apríl 2014 09:29 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04
„Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51
Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík „Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson. 22. apríl 2014 10:57
Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum. 22. apríl 2014 09:29