Erlent

Köngulóamaður með holdris fjarlægður

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Styttan fékk að vera uppi í heilt ár.
Styttan fékk að vera uppi í heilt ár.
Stytta af ofurhetjunni Spiderman, eða Köngulóamanninum, hefur verið fjarlægð af verslunarmiðstöð í Busan í Suður-Kóreu. Fjöldi kvartanna hafði borist frá reiðum gestum vegna þess að Köngulóamaðurinn virtist vera með holdris, eins og sjá á myndinni hér að ofan. Styttan var utan á verslunarmiðstöðinni og var beint fyrir ofan leikvöll, sem þótti heldur óheppileg staðsetning.

Styttan hefur verið uppi í um það bil ár, en svo virðist sem gestir verslunarmiðstöðvarinnar hafi ekki tekið eftir styttunni fyrr en fyrir nokkrum vikum. Síðan þá hafa stjórnendur Lotte Shopping Center tekið á móti mörgum kvörtunum. Og þeir buðu listamanninum sem gerði styttuna, Ensuk Yoo, að breyta henni. Erlendir fréttamiðlar líktu því við að setja þyrfti Köngulóamanninn í kalda sturtu.

En Yoo neitaði breytingartillögunum; hann vildi hafa styttuna í upphaflegu ásigkomulagi. Hann lagði til að styttan yrði fjarlægð frekar en að henni væri breytt. Í yfirlýsingu sem hann gaf út sagðist hann ætla að forðast að móðga almenning með styttum sínum og ætlaði að taka mið af þeim kvörtunum sem bárust vegna Köngulóamannsins með holdrisið.

Hér að neðan má sjá Facebook-færslu frá listamanninum Ensuk Yoo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×