Erlent

Tíu féllu í dróna árásum í Pakistan

Randver Kári Randversson skrifar
Frá mótmælum gegn dróna árásum í Pakistan í desember 2013.
Frá mótmælum gegn dróna árásum í Pakistan í desember 2013. Vísir/AFP
Tíu hafa fallið í tveimur dróna árásum í Pakistan á undanförnum tveimur sólarhringum að því er Reuters greinir frá.

Sex féllu í fyrri árásinni sem framkvæmd var í gær um 5 km norður af borginni Miranshah, höfuðborg Norður Wasiristan-héraðs, þar sem uppreisnarmenn Talíbana halda til. Fjórir féllu í seinni árásinni á sama svæði í nótt.

Þetta eru fyrstu dróna árásirnar sem gerðar eru í Pakistan frá því ákveðið var að gera hlé á slíkum aðgerðum í desember á síðasta ári. Árásirnar eru sameiginlegar aðgerðir Bandaríkjamanna og Pakistana, og koma í kjölfar bardaganna sem urðu við flugvöllinn í Karachi á sunnudag, þar sem 38 manns féllu, þar af 10 uppreisnarmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×