Erlent

Sextugur graffari réðst á lögreglumenn og flúði á vespu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá hvað maðurinn spreyjaði á lögreglustöðina í Kingscliff.
Hér má sjá hvað maðurinn spreyjaði á lögreglustöðina í Kingscliff.
Sextíu og eins ár gamall maður var handtekinn á þriðjudag í Kingscliff í Ástralíu, fyrir að spreyja „heimsku löggur“ á lögreglustöðina í bænum. Lögreglumenn eltu manninn sem flúði á vespu. Þegar lögregluþjónarnir náðu að stöðva graffarann sextuga réðst hann á þá með þeim afleiðingum að einn lögreglumaðurinn slasaðist á öxl og lögreglukona fékk skurð á höfuðið.

„Við vitum ekki af hverju maðurinn gerði þetta eða hvað vakti fyrir honum. Það er óhætt að segja að hann hafi hagað sér óskynsamlega, sérstaklega í ljósi þess að lögreglumenn voru inni í lögreglustöðinni þegar hann byrjaði að munda spreybrúsann,“ sagði Brendon Cullen, yfirmaður lögreglunnar í Kingscliff, við ástralska fjölmiðla.

„Maðurinn er talsvert ólíkur öðrum þeim sem við tökum fyrir veggjakrot,“ bætti hann við.

Graffarinn sextugi spreyjaði fleiri skilaboð á lögreglustöina, til dæmis „Kingy boyz rule“, þar sem hann vísar væntanlega til þess að karlmenn í bænum séu bestir, að hans mati.

Maðurinn var kærður fyrir veggjakrot, mótþróa við handtöku og fyrir að ráðast á lögregluþjóna. Mál hans verður tekið fyrir í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×