Erlent

Raunhæfur möguleiki á sögulegu samkomulagi um kjarnorkuáætlun landsins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hassan Rouhani, forseti Íran
Hassan Rouhani, forseti Íran VISIR/AFP
Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði á blaðamannafundi í dag að raunhæfur möguleiki sé á að komast að sögulegu samkomulagi um kjarnorkuáætlun landsins á leiðtogafundi Bandaríkjanna, Bretlands, Kína, Frakkalands, Rússlands og Þýskalands í næstu viku.

Deilan um auðgun úrans í Íran hefur sett efnahag landsins á hliðina. Alþjóðasamfélagið hefur komið á umfangsmiklum viðskiptaþvingunum og fryst eignir Íran vítt og breitt um heiminn.

Rouhani fullyrti í nótt að nú sé raunverulegt tækifæri til staðar til að breyta um stefnu og að samningur um kjarnorkuáætlunina sé raunhæfur möguleiki.

Hann ítrekaði þó afnema þurfi þvinganir áður en slík samþykkt tekur gildi. Fullyrt hefur verið að auðgun úrans í Íran sé liður í þróun kjarnorkuvopna en þarlend yfirvöld hafa ávallt þvertekið fyrir það.

Auðgunin sé gerð í friðsamlega tilgangi, oftar en ekki læknisfræðilegum. Samningaviðræðurnar í næstu viku koma til með að skipta sköpum um framhaldið enda hafa stjórnvöld í Tehran fullyrt að þau muni efla auðgunarferla takist ekki að komast að samkomulagi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×