Erlent

Myndir: Kim Jong Un kemur úr kafi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Kim Jong Un tók heimsóknina alvarlega og sýndi kafbátnum mikinn áhuga.
Kim Jong Un tók heimsóknina alvarlega og sýndi kafbátnum mikinn áhuga.
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heimsótti í vikunni einingu númer 167 í sjóher Kóreubúa.

Hann varði tíma sínum í að skoða hinar ýmsu deildir kafbátsins og kíkti í gegnum sjónpípu hans.

Af myndum af heimsókninni að dæma prófaði Kim Jong Un hin ýmsu tæki kafbátsins, hitti áhöfnina og gaf þeim ráð og heilræði. Myndirnar koma frá aðalfréttastofu Norður-Kóreubúa. Þær hafa verið birtar á helstu fréttamiðlum heims, til að mynda NBC og Reuters

Áhöfnin tók hlýlega á móti Kim Jong Un.Mynd/Reuters
.

Kim Jong Un fékk að prófa tæki kafbátsins og vandaði sig eins og sést.
.

Víðmynd af kafbátnum að koma úr kafi með Kim Jong Un í broddi fylkingar.
.

Leiðtoginn gefur áhöfninni heillræði sem þeir punkta hjá sér.Mynd/Reuters
.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×