Erlent

Voru að horfa á HM þegar sprengja sprakk

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Boko Haram fara nú mikinn í Nígeriú
Boko Haram fara nú mikinn í Nígeriú AP
Nokkrir létust í sprengingu í Nígeríu í gær þar sem menn voru saman komnir til þess að horfa á viðureign Brasilíu og Mexíkó í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Fjöldi fólks slasaðist í árásinni en svo virðist sem um sjálfsmorðsprengjuárás hafi verið að ræða.

Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir í þremur héruðum í Nígeríu þar sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa hvað eftir annað gert árásir sem þessar. Yfirvöld hafa þegar varað íbúa við að koma saman í stórum hópum til þess að horfa á leikina á HM og síðasta fimmtudag var lagt bann við að sýna leiki opinberlega því óttast var að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×