Enski boltinn

Titilvörnin hefst gegn Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manuel Pellegrini og Yaya Toure.
Manuel Pellegrini og Yaya Toure. Vísir/Getty
Leikjadagskrá næsta tímabils í ensku úrvalsdeildinni var gefin út í dag.

Meistararnir í Manchester City hefja leik á útivelli gegn Newcastle en fá svo Liverpool í heimsókn í annarri umferð. City og Liverpool börðust um titilinn í vor en City hafði betur á lokasprettinum.

Louis van Gaal stýrir Manchester United fyrst gegn Swansea á Old Trafford en hann tekur við liðinu eftir að skyldum hans lýkur með hollenska landsliðinu á HM í Brasilíu.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham leika gegn West Ham á útivelli en Chelsea mætir nýliðum Burnley á útivelli. Arsenal tekur á móti Crystal Palace á heimavelli.

Leikjadagskrána má sjá alla hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×