Erlent

66 saknað eftir ferjuslys

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/AFP
Farþegaferja fórst undan vesturströnd Malasíu skömmu eftir miðnætti á staðartíma. Þrír eru taldir af og 66 er saknað er fram kemur í frétt Reuters um málið.

Ferjan, sem var ofhlaðin, er talin hafa verið að flytja ólöglega indónesíska innflytjendur til landsins og hefur lögreglan sagt í samtali við fréttamenn að öryggisbúnað um borð hafi verið gífurlega ábótavant.

Ekki er útilokað að fleiri muni finnast á lífi og leiddar hafa verið líkur að því að einhverjir farþegana hafi synt til lands og farið í felur vegna þess að þá skorti öll tilskilin dvalarleyfi.

Malasía er eitt af ríkari löndum Suðaustur-Asíu og hefur lögum verið aðdráttarafl fyrir ólöglegt vinnuafl frá Indónesíu og öðrum fátækari ríkjum heimshlutans. Þrátt fyrir rassíu lögregluyfirvalda á undanförnum árum til að stemma stigu við ólöglegu vinnuafli í landinu er talið um að sjö prósent íbúa landsins séu þar án tilskilinna leyfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×