Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júní 2014 13:39 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, Hörður Felix Harðarson hæstaréttarlögmaður og Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka. Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. Á milli sakbornings og verjanda ríkir trúnaðarsamband sem er hluti af þeim réttindum sakbornings að fá réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Sakborningur á að geta gengið að því vísu að geta rætt við verjanda sinn í trúnaði. Þetta kemur fram í lögum um meðferð sakamála og þá er talið að þessi vernd felist í 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu en rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar er varinn af báðum þessum ákvæðum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Ímon-málinu kom fram gagnrýni á þá staðreynd að starfsmenn sértaks saksóknara hafi í fyrsta lagi hlustað á samtal verjenda og sakborninga og í öðru lagi ekki eytt upptökunum, eins og lög gera ráð fyrir. Var því í raun slegið föstu í dómnum að sérstakur saksóknari hafi brotið lög með því að hlera þessi símtöl sem trúnaður á að ríkja um. Þessi hlustun á símtölum sakbornings og verjanda átti sér stað í fleiri málum. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings, komst að því fyrir tilviljun að símtöl hans og Hreiðars hefðu verið hleruð.Uppgötvaði hleranir fyrir tilviljun „Það var í byrjun árs í fyrra sem ég gerði mér ferð á starfsstöð sérstaks saksóknara í þeim tilgangi að hlusta á samtöl sem höfðu verið tekin upp og ég var nú ekki kominn langt í þeirri hlustun þegar ég var farinn að hlusta á sjálfan mig tala við Hreiðar. Það er nú bara aðdragandinn að þessu,“ segir Hörður Felix. Hörður Felix segir að það eigi að vera tryggt í framkvæmd að þetta geti ekki gerst. „Framkvæmdin er þannig að það er nánast tryggt, eins og ég skil þetta, að rannsakendur munu að einhverju marki hlusta á samtöl sakbornings og verjenda því öll samtöl virðast tekin upp. Síðan er það rannsakandinn sem hefur það hlutverk að fara yfir samtölin og hlusta á þau. Honum ber að eyða samtölum við verjendur en það er ljóst að ef að þetta er framkvæmdin þá þarf rannsakandinn fyrst að hlusta áður en hann áttar sig á hver á í hlut. Þú getur ímyndað þér hvort það er þá ekki freistandi að hlusta á samtalið til enda.“ Hörður Felix kærði hlerun á þessum trúnaðarsamtölum til ríkissaksóknara. Embætti ríkissaksóknara komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðhafast.Hvað átti ríkissaksóknari að gera? „Að mínu mati eru brot sem þessi (hlustun á samtölum verjanda og sakbornings innsk.blm) refsiverð og ég hefði viljað að lágmarki að þarna færi fram rannsókn og eftir slíka rannsókn væri tekin ákvörðun, að yfirveguðu ráði, hvort ástæða væri til ákæru. En þetta var afgreitt mjög fljótt og í rauninni rannsókn lokið að fengnum skýringum frá sérstökum saksóknara. Það fannst mér léttvægt, vægast sagt,“ segir Hörður Felix. Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. 6. júní 2014 20:00 Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. Á milli sakbornings og verjanda ríkir trúnaðarsamband sem er hluti af þeim réttindum sakbornings að fá réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Sakborningur á að geta gengið að því vísu að geta rætt við verjanda sinn í trúnaði. Þetta kemur fram í lögum um meðferð sakamála og þá er talið að þessi vernd felist í 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu en rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar er varinn af báðum þessum ákvæðum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Ímon-málinu kom fram gagnrýni á þá staðreynd að starfsmenn sértaks saksóknara hafi í fyrsta lagi hlustað á samtal verjenda og sakborninga og í öðru lagi ekki eytt upptökunum, eins og lög gera ráð fyrir. Var því í raun slegið föstu í dómnum að sérstakur saksóknari hafi brotið lög með því að hlera þessi símtöl sem trúnaður á að ríkja um. Þessi hlustun á símtölum sakbornings og verjanda átti sér stað í fleiri málum. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings, komst að því fyrir tilviljun að símtöl hans og Hreiðars hefðu verið hleruð.Uppgötvaði hleranir fyrir tilviljun „Það var í byrjun árs í fyrra sem ég gerði mér ferð á starfsstöð sérstaks saksóknara í þeim tilgangi að hlusta á samtöl sem höfðu verið tekin upp og ég var nú ekki kominn langt í þeirri hlustun þegar ég var farinn að hlusta á sjálfan mig tala við Hreiðar. Það er nú bara aðdragandinn að þessu,“ segir Hörður Felix. Hörður Felix segir að það eigi að vera tryggt í framkvæmd að þetta geti ekki gerst. „Framkvæmdin er þannig að það er nánast tryggt, eins og ég skil þetta, að rannsakendur munu að einhverju marki hlusta á samtöl sakbornings og verjenda því öll samtöl virðast tekin upp. Síðan er það rannsakandinn sem hefur það hlutverk að fara yfir samtölin og hlusta á þau. Honum ber að eyða samtölum við verjendur en það er ljóst að ef að þetta er framkvæmdin þá þarf rannsakandinn fyrst að hlusta áður en hann áttar sig á hver á í hlut. Þú getur ímyndað þér hvort það er þá ekki freistandi að hlusta á samtalið til enda.“ Hörður Felix kærði hlerun á þessum trúnaðarsamtölum til ríkissaksóknara. Embætti ríkissaksóknara komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðhafast.Hvað átti ríkissaksóknari að gera? „Að mínu mati eru brot sem þessi (hlustun á samtölum verjanda og sakbornings innsk.blm) refsiverð og ég hefði viljað að lágmarki að þarna færi fram rannsókn og eftir slíka rannsókn væri tekin ákvörðun, að yfirveguðu ráði, hvort ástæða væri til ákæru. En þetta var afgreitt mjög fljótt og í rauninni rannsókn lokið að fengnum skýringum frá sérstökum saksóknara. Það fannst mér léttvægt, vægast sagt,“ segir Hörður Felix.
Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. 6. júní 2014 20:00 Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12
Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. 6. júní 2014 20:00
Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25
Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45