Innlent

Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sigurjón Þ. Árnason og Ólafur Þór Hauksson , sérstakur saksóknari.
Sigurjón Þ. Árnason og Ólafur Þór Hauksson , sérstakur saksóknari.
Sérstakur saksóknari braut lög við rannsókn sína á Imon-málinu svokallaða.

Þess er sérstaklega getið í niðurstöðum dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll fyrr í dag.

Snýr lögbrotið að hlerunum embættisins á símtölum ákærðu, þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar og Sigríðar E. Sigfúsdóttur, í janúar og febrúar árið 2011. Þegar ákærðu og verjendur þeirra fengu aðgang að upptökum vegna símhlustana, eftir að ákæra hafði verið gefin út, var þar að finna upptökur símtala sem ákærðu Sigurjón og Sigríður Elín höfðu átt við verjendur sína vegna rannsóknar málsins.

„Með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga um meðferð sakamála bar rannsakanda að láta af símhlustun og stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra,“ segir í dómnum og bætt er við að samkvæmt 1. málsgrein 85. greinar sömu laga ber að farga slíkum upptökum þegar í stað.

Hvorugt var gert og fólu framangreindar rannsóknaraðgerðir, eins og að þeim var staðið, í sér brot gegn ákvæðum laga um meðferð sakamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×