Erlent

Ný gögn renna enn frekari stoðum undir spillingu í tengslum við HM í Katar

Mohamed bin Hammam.
Mohamed bin Hammam. visir/afp
Enn hitnar undir yfirvöldum í Katar, en breska dagblaðið Sunday Times heldur áfram að birta upplýsingar úr þúsundum leyniskjala sem þeir hafa undir höndum.

Skjölin gefa vísbendingar um að ekki hafi í einu og öllu verið farið eftir lögum þegar Katar varð fyrir valinu sem gestgjafi heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2022.

Nýjustu gögnin í málinu, sem birt voru á vef Sunday Times fyrr í dag, þykja renna stoðum undir það að Mohamed bin Hammam, aðstoðarforstjóri FIFA, hafi haft milligöngu um fundi og greiðastarfsemi konungsfjölskyldu Katar og annarra hátt settra ráðamanna við þá aðila sem mestu ráða þegar kemur að því að velja staðsetningar heimsmeistarakeppninnar.

Fjármagnið sem í ráðabruggið hafi farið hafi meðal annars komið út sameiginlegum olíusjóðum landsins.

Tæknifyrirtækið Sony, sem er einn af helstu bakhjörlum FIFA, hefur farið fram á að sambandið rannsaki tafarlaust hvað sé hæft í ásökununum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×