Innlent

Fjölgun brota þar sem borgarar hlýða ekki fyrirmælum lögreglu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/ANTON
Það sem af er ári hefur brotum þar sem borgarar hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar fjölgað og skráð brot eru fleiri að meðaltali í hverjum mánuði en síðustu ár. Þetta kemur fram í afbrotatíðindum ríkislögreglustjóra.

Skráð brot gegn valdstjórninni sem beinast gegn lögreglumönnum eða störfum þeirra voru flest árið 2008 þegar tímabilið frá 2007 til 2013 er skoðað. Þeim fækkaði síðan frá 2008 til 2012 þegar þeim fjölgaði aftur.

Hegningarlagabrotum hefur farið fækkandi á síðustu tólf mánuðum. Meðal brota á hegningarlögum eru til dæmis innbrot, líkamsárásir og eignaspjöll. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×