Símhringingar og hótanir á talhólf Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. maí 2014 13:59 Viðtal við Jónínu Ben vakti reiði meðal kvennanna sem saka Gunnar í Krossinum um kynferðisofbeldi. Vísir/GVA Önnur kvennanna tveggja sem Gunnar Þorsteinsson í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði vegna umfjöllunar Vefpressunnar um kynferðisbrot segist aldrei hafa ætlað sér að fara með málið í fjölmiðla. Mbl greinir frá þessu. Ásta Knútsdóttir, ein þeirra stefndu, sagði fyrir dómi í dag að ástæða þess að málið rataði í fjölmiðla hafi verið viðtal við Jónínu Benediktsdóttur, eiginkonu Gunnars, sem birtist í Fréttatímanum í tengslum við ævisögu hennar. Þar sagðist Jónína óttast að skítaherferð færi í gang gegn Gunnari. „Ég veit hvernig þessir menn vinna og í ljósi þess hver á Birting þá kæmi mér ekki á óvart að einhver birtist á forsíðu Vikunnar og sakaði Gunnar um að hafa brotið á sér,“ sagði Jónína í viðtalinu við Fréttatímann á sínum tíma. Ásta sagði þetta hafa vakið reiði meðal kvennanna en þær höfðu fram að þessu aðeins ætlað að deila reynslu sinni innan hópsins og sækja þannig styrk. Þær hafi þess vegna ákveðið að fara með málið fyrir stjórn Krossins og síðan í fjölmiðla. Þór Jónssyni, blaðamanni Pressunnar, var síðan afhent bréf frá konunum en Pressan greindi frá málinu þann 25. nóvember 2010. Ásta sagði mjög hraða atburðarás hafa farið í gang þar sem fjölmiðlar hringdu stöðugt í konurnar sem voru hræddar vegna áreitis frá Gunnari og fjölskyldu hans, en þetta áreiti ýtti á konurnar með að fara með málið í fjölmiðla. „Þetta voru símhringingar og hótanir inn á talhólf,“ hefur Mbl eftir Ástu frá aðalmeðferðinni í dag. Hún sagði Jónínu einnig hafa hringt en konurnar hefðu ekki þorað út úr húsi né að vera einar heima. „Það var eina leiðin til að stoppa þessar ofsóknir,“ sagði Ásta. Ásta sagðist hafa viljað taka á sig skellinn sem hinar konurnar treystu sér ekki til að taka. Tilgangurinn hafi verið að opinbera mann sem til margra ára hafði beitt kynferðisofbeldi og áreiti gegn konum og ungum stúlkum og til að koma í veg fyrir að fleiri konur yrðu honum að bráð. Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Önnur kvennanna tveggja sem Gunnar Þorsteinsson í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði vegna umfjöllunar Vefpressunnar um kynferðisbrot segist aldrei hafa ætlað sér að fara með málið í fjölmiðla. Mbl greinir frá þessu. Ásta Knútsdóttir, ein þeirra stefndu, sagði fyrir dómi í dag að ástæða þess að málið rataði í fjölmiðla hafi verið viðtal við Jónínu Benediktsdóttur, eiginkonu Gunnars, sem birtist í Fréttatímanum í tengslum við ævisögu hennar. Þar sagðist Jónína óttast að skítaherferð færi í gang gegn Gunnari. „Ég veit hvernig þessir menn vinna og í ljósi þess hver á Birting þá kæmi mér ekki á óvart að einhver birtist á forsíðu Vikunnar og sakaði Gunnar um að hafa brotið á sér,“ sagði Jónína í viðtalinu við Fréttatímann á sínum tíma. Ásta sagði þetta hafa vakið reiði meðal kvennanna en þær höfðu fram að þessu aðeins ætlað að deila reynslu sinni innan hópsins og sækja þannig styrk. Þær hafi þess vegna ákveðið að fara með málið fyrir stjórn Krossins og síðan í fjölmiðla. Þór Jónssyni, blaðamanni Pressunnar, var síðan afhent bréf frá konunum en Pressan greindi frá málinu þann 25. nóvember 2010. Ásta sagði mjög hraða atburðarás hafa farið í gang þar sem fjölmiðlar hringdu stöðugt í konurnar sem voru hræddar vegna áreitis frá Gunnari og fjölskyldu hans, en þetta áreiti ýtti á konurnar með að fara með málið í fjölmiðla. „Þetta voru símhringingar og hótanir inn á talhólf,“ hefur Mbl eftir Ástu frá aðalmeðferðinni í dag. Hún sagði Jónínu einnig hafa hringt en konurnar hefðu ekki þorað út úr húsi né að vera einar heima. „Það var eina leiðin til að stoppa þessar ofsóknir,“ sagði Ásta. Ásta sagðist hafa viljað taka á sig skellinn sem hinar konurnar treystu sér ekki til að taka. Tilgangurinn hafi verið að opinbera mann sem til margra ára hafði beitt kynferðisofbeldi og áreiti gegn konum og ungum stúlkum og til að koma í veg fyrir að fleiri konur yrðu honum að bráð.
Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira