Innlent

Lögreglan keyrði upp Laugaveginn til að handtaka tvo menn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Mennirnir voru handteknir rétt í þessu.
Mennirnir voru handteknir rétt í þessu.
Tveir menn voru handteknir á Laugaveginum í Reykjavík á þriðja tímanum í dag. Að sögn lögreglunnar slógust mennirnir í miðbænum og var lögreglan kölluð til vegna þess.

Fór svo að lögreglan þurfti að aka upp Laugaveginn, á móti umferð, til þess að ná til mannanna. Þeir voru báðir handteknir og þeirra bíður nú skýrslutaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×