Innlent

Afþakkaði styrkveitingu til hjálparsamtaka sinna svo hún gæti borið vitni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
"Það er náttúrulega afleitt því ég vissi að vitnisburður minn gat skipt máli,“ segir Thelma Ásdísardóttir
"Það er náttúrulega afleitt því ég vissi að vitnisburður minn gat skipt máli,“ segir Thelma Ásdísardóttir

Thelma Ásdísardóttir, ráðgjafi hjá Drekaslóð bar vitni í meiðyrðamáliGunnars Þorsteinssonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konurnar sjö sem báru jafnframt vitni í málinu lýstu því yfir að vinni þær málið fari málskostnaður óskertur til Drekaslóðar. Thelma afþakkaði það þó.„Lögmaður Gunnars sagði að með vitnisburði mínum væri ég með beinan fjárhagslegan ávinning af þessu máli og á því grundvallaðist krafa hans um að ég fengi ekki að bera vitni í málinu. Það er náttúrulega afleitt því ég vissi að vitnisburður minn gat skipt máli,“ segir Thelma í samtali við Vísi.Konurnar sem urðu fyrir meintu kynferðisofbeldi Gunnars hafa verið undri nokkurs konar verndarvæng Thelmu frá því að málið kom upp árið 2010.Thelma segir að síða hafi verið opnuð til styrktar stefndu, Ástu Sigríði Knútsdóttur og Sesselju Engilráð Barðdal þar sem fólk var hvatt til að aðstoða þær við málskostnað með peningagjöfum. Hún segir að í kjölfar söfnunarinnar hafi konurnar rætt hvað ætti að gera við peninginn, vinni þær málið. Ákvörðun hafi verið tekin um að láta upphæðina renna óskerta til Drekaslóðar því þær hafi fengið aðstoð samtakanna frá árinu 2010.„Það safnaðist töluverður peningur, en þó er skuld þeirra komin upp í tvær milljónir samanlagt. Þetta er mikill peningur og ekki á hvers manns færi að greiða slíka upphæð,“ segir Thelma.Drekaslóð er fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra og aðstoða samtöki þolendur ofbeldis með einstaklingsviðtölum, hópastarfi og ýmiss konar fræðslu. Thelma er meðal þeirra sem stendur baki samtakanna en sem barn sætti hún sjálf kynferðisofbeldi eins og hún greindi frá í bókinni Myndin af pabba.Aðalmeðferð málsins heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.


Tengdar fréttir

Gunnar: Hjónabandið hvati til árása

Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi.

Símhringingar og hótanir á talhólf

Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.