Innlent

Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum: Segir Jónínu Ben hafa hótað sér

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
"Hún sagði að ég myndi finna fyrir því og að ég myndi detta af einhverjum stalli. Ég spurði hana hreint út hvort hún væri að hóta mér og hún sagði já.“
"Hún sagði að ég myndi finna fyrir því og að ég myndi detta af einhverjum stalli. Ég spurði hana hreint út hvort hún væri að hóta mér og hún sagði já.“ vísir/vilhelm

„Ég fékk símtal frá Jónínu Ben þar sem hún fór fram á að ég myndi lýsa því yfir opinberlega að ég tryði ekki þessum konum og að ég teldi þetta rangt. Hún fór jafnframt fram að ég myndi loka dyrum Drekaslóðar,“ sagði Thelma Ásdísardóttir, ráðgjafi hjá Drekaslóð, fræðslu- og þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Thelma bætti við að Gunnar, Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars og fleiri meðlimir Krossins hefðu kallað sig djöfulinn. Merking dreka sé djöfull í biblíunni og hafi samtök hennar, Drekaslóð, því verið kölluð Djöflaslóð.„Í sama símtali hafði hún í hótunum við mig því ég sagði að þetta kæmi ekki til greina. Hún sagði að ég myndi finna fyrir því og að ég myndi detta af einhverjum stalli. Ég spurði hana hreint út hvort hún væri að hóta mér og hún sagði já,“ sagði Thelma í vitnastúku í dag.Thelma sagði að til sín hefði leitað kona árið 2007 sem sagði henni frá kynferðisofbeldi í sinn garð af hálfu Gunnars og leitaði aðstoðar hennar. Ári síðar leitaði til hennar önnur kona sem hafði sambærilega sögu að segja. Síðan þá hafi fimmtán aðrar leitað til hennar en konurnar hafa verið undir nokkurs konar verndarvæng Thelmu frá því að málið kom upp.Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars sem hann höfðaði gegn Vefpressunni og Steingrími Sævarri Ólafsyni, þáverandi ritstjóra Pressunnar, auk þeim Ástu Sigríði H. Knútsdóttur og Sesselju Engilráð Barðdal fór fram í dag. Gunnar krefst þess að fá fimm milljónir króna í bætur frá hverjum aðila fyrir sig vegna ásakana um kynferðisbrot. Aðalmeðferð málsins heldur áfram á morgun. 


Tengdar fréttir

Gunnar: Hjónabandið hvati til árása

Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi.

Símhringingar og hótanir á talhólf

Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.