Innlent

Logi í Retro Stefson reyndi að stöðva slagsmálin á Laugaveginum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlegt atvik á Laugaveginum í dag.
Ótrúlegt atvik á Laugaveginum í dag.
Tveir menn voru handteknir á Laugaveginum í Reykjavíken að sögn lögreglunnar slógust mennirnir í miðbænum og var lögreglan kölluð til vegna þess.

Á vefsíðunni Dagurinn.is hefur verið birt myndband af slagsmálunum en svo fór að lögreglan þurfti að aka upp Laugaveginn, á móti umferð, til þess að ná til mannanna.

Þeir voru báðir handteknir. Farið var með mennina á lögreglustöðina við Hverfisgötu, en þar var skýrsla tekin af þeim.

Logi Pedro, meðlimur í hljómsveitinni Retro Stefson, var staddur á svæðinu þegar slagsmálin brutust út og reyndi hann að stöðva átökin.

Logi vill ekki tjá sig um málið. Hann segist ekkert þekkja til mannanna, hafi eingöngu átt leið þarna hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×