Innlent

Komu ferðamönnum til aðstoðar á Uxahryggjarleið

Gissur Sigurðsson skrifar
Björgunarsveitarmenn fóru á tveimur bílum í nótt til að aðstoða fimm íslenska ferðamenn, sem sátu fastir í aurbleytu í jeppa sínum á vegslóða að Hvalvatni á Uxahryggjarleið. Þeir höfðu fest bílinn í gærkvöldi og tókst ekki að ná honum upp.

Um kvöldið höfðu þeir náð mjög lélegu símasambandi við ættingja og báðu þá að senda aðstoð ef þeir hefðu ekkki skilað sér til byggða um eitt leitið í nótt, og var það gert. Ekkert amaði að mönnununum þegar björgunarmennirnir komu á vettvang.

Vegagerðin hefur margoft varað ökumenn við akstri á hálendinu vegna aurbleytu, en ekki liggur fyrir hvort slóðinn var formlega lokaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×