Innlent

286 sundferðir eftir

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
„Þetta skotgengur og við erum miklu fljótari á leiðinni en áætlað var, ég var búin að reikna með einhverjum 14 klukkutímum í göngunum en við verðum miklu sneggri“, segir Guðný Sigurðardóttir á Selfossi þegar hún var stödd í Hveragerði um 10:30 eftir að hafa lagt af stað frá Landspítalanum á miðnætti gangandi á Selfoss til minningar um dótturson sinn, Vilhelm Þór, drukknaði í Sundhöll Selfoss þennan dag fyrir þremur árum.

Um 50 vinir Guðnýjar og fjölskyldu hennar ganga með henni. Þegar hún kemur á Selfoss mun hún synda 286 ferðir í innilauginni þar sem slysið varð eða jafn margar ferðir og vikurnar sem Vilhelm Þór lifði.

Með göngu sinni og sundi vill Guðný vekja athygli á mikilvægi nýstofnaðra samtaka, Birta - Landssamtök foreldra/forráðamanna sem misst hafa börn/ungmenni með skyndilegum hætti.  

Stofnaður hefur verið reikningur þar sem fólk og fyrirtæki geta lagt inn frjáls framlög samtökunum til stuðnings. Einnig er hægt að hringja í númerið 901-5050 og styðja við samtökin með þúsund króna framlagi. Hægt er að styrkja Birtu-Landssamtök. með því að leggja inn á Reikn. 1169-05-1100 og Kt. 231261-2579.

Vísir/Magnús Hlynur
Vísir/Magnús HLynur
Vísir/Magnús Hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×