Í fyrstu hélt hann að þarna væri mús á ferð, sem hann ákvað að elta niður kjallaratröppur, en með fyrrgreindum afleiðingum. Skömmu síðar kom vinur hans, Ómi Freyr, aðvífandi og rottan losaði þá takið og lagði á flótta. Eftir nokkurn atgang tókst þeim að fanga rottuna, sem hafði hrellt íbúa á Melhaga í dag, í kassa.
Kolbeinn komst ekki klakklaust frá þessum eltingarleik, en hann var bitinn í fingurinn og fékk sýkingu í kjölfarið. Kolbeinn fór ásamt móður sinni á bráðamóttöku Landspítalans en þau komust ekki að þar, þrátt fyrir um 2 klukkustunda bið.
Þau sneru sér því til Heilsugæslunnar á Seltjarnarnesi, þar sem hann fékk strax sprautu við stífkrampa og var því næst settur á sýklalyf.
Rottan, aftur á móti, fékk makleg málagjöld þar sem hún var fjarlægð af meindýraeyði og meðhöndluð á viðeigandi hátt.

