Innlent

Gekk í skrokk á þungaðri konu

Visir/E.Ól.
Maður var sakfelldur í Hæstarétti í dag fyrir tvær líkamsárásir gegn sambýliskonu sinni á árunum 2010 til 2011.

Í nóvember 2010 sló hann sambýliskonu sína nokkur högg í kjálkann og ýtti henni aftur fyrir sig svo hún lenti með bakið á borði, með þeim afleiðingum að hún hlaut skurð og bólgu á vörum og mar á baki og lendahrygg.

Tæpu ári síðar, í ágúst 2011, greip maðurinn í handlegg sambýliskonunnar, sló hana í andlit og enni, með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbeinabrot, skurð á nefi og kinnbeini og mar og yfirborðsáverka á hægri handlegg.

Bar konan þá barn undir belti sem manninum var kunnugt um og fóru barsmíðarnar fram í viðurvist barns sem statt var á heimilinu.

Í dómi Hæstaréttar var litið til þess „að langur tími væri liðinn frá því atvik hefðu átt sér stað sem og að ákærði hefði náð einhverjum tökum á vímuefnafíkn sinni.“

Var refsing mannsins því ákveðin fangelsi í fimm mánuði og honum gert að greiða sambýliskonu sinni 400 þúsund krónur í miskabætur. Var honum einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 468.493 krónur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×