Innlent

Sakfelldur fyrir sérstaklega grófa nauðgun

Vísir/GVA
Gintaras Bloviescius var í dag dæmdur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með ofbeldi, hótunum og annars konar ólögmætri nauðung þröngvað konu til samræðis.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að sú aðferð sem Gintaras beitti hefði verið sérstaklega gróf.

Í því skyni að ná fram vilja sínum tók ákærði ítrekað um háls konunar og herti að, hélt höndum hennar og þrýsti henni niður í rúm sitt og hótaði að henda henni nakinni á dyr og að ónafngreindir einstaklingar sem hann þekkti „myndu gera henni mein.“

Var refsing Gintaras ákveðin fangelsi í þrjú ár og sex mánuði og honum gert að greiða fórnarlambinu 1.2 milljónir í skaðabætur.

Var honum einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 744.519 krónur.

Dómarar í málinu voru fimm talsins og skilaði einn þeirra sérákvæði. Hann taldi sönnunarmat héraðsdóms á munnlegum framburði fórnarlambsins í verulegum atriðum „ekki fullnægjandi“ og að sýkna skyldi Gintaras.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×