Innlent

Dreginn til hafnar á Rifi

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/Ægir Þór
Björgunarskipið Björg frá Rifi var kallað úr fyrr í kvöld vegna báts er varð vélarvana við Beruvík á Snæfellsnesi.

Báturinn var á leið vestur á firði frá Hafnarfirði og voru tveir menn um borð. Nærstaddir bátar voru einnig kallaðir til aðstoðar og tók einn þeirra þann bilaða í tog þar til björgunarskipið kom að, tók við og dró hann til hafnar á Rifi.

Þar verður honum komið í lag áður en förinni verður haldið áfram vestur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×