Innlent

Reimleikar á nafnlausa pizzastaðnum?

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Nafnlausi pizzastaðurinn er til húsa á Hverfisgötu 12, þar sem Kvennaathvarfið var áður.
Nafnlausi pizzastaðurinn er til húsa á Hverfisgötu 12, þar sem Kvennaathvarfið var áður. Vísir/Stefán
Sagt er frá því á Facebook síðu Kvennaathvarfsins að reimt sé í húsnæði „nafnlausa“ pizzastaðarins á Hverfisgötu 12 - þar sem athvarfið var áður til húsa.

Í frétt Mbl um pizzastaðinn segir Pétur Marteinsson, eigandi staðarins, að tveir menn hefðu heyrt einhvern koma inn um útidyrnar, þær opnaðar og lokað. „Þeir héldu að þetta væri ein­hver okk­ar enda erum við með lykla, en eng­inn reynd­ist vera frammi þegar þeir gáðu og kölluðu og dyrn­ar voru harðlæst­ar. Skömmu síðar heyrðu þeir mik­inn um­gang uppi á lofti og þá varð þeim ekki um sel. Þeir fóru upp og gáðu en eng­inn var í hús­inu nema þeir,“ segir Pétur í samtali við Mbl.

Kvennaathvarfið tekur undir með Pétri að einhverju leyti og greinir frá því að einn velgjörðarmaður athvarfsins hafi eitt sinn verið að lagfæra eitt og annað að hann sæi stundum bregað fyrir eldri konu sem passaði upp á þær og gætti þessi að allt færi vel.

„Við treystum þess að hún hafi flutt með okkur,“ segir að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×