Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni 24. maí 2014 00:01 Ramos fagnar marki sínu Vísir/afp Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. Atletico var 1-0 yfir fram í uppbótartíma venjulegs leiktíma en Real Madrid keyrði yfir Atletico í seinni hálfleik framlengingarinnar og tryggði sér sigurinn Diego Costa byrjaði leikinn fyrir Atletico en entist aðeins níu mínútur. Enginn getur jafnað sig á tognun í aftanverðu læri á einni viku og það kom á daginn. Vont fyrir Atletico að missa skiptingu svo snemma leiks þegar liðið þurfti sárlega á ferskum fótum að halda í framlengingunni. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en Gareth Bale fékk fyrsta færi góða leiksins eftir skelfileg mistök Tiago en hitti ekki markið. Örfáum mínútum seinna fékk Atletico horn. Casillas gerði skelfileg mistök í markinu þegar hann þaut af línunni og Diego Godin skallaði yfir hann og yfir línuna. Úrúgvæinn heldur áfram að skora mikilvæg mörk en hann tryggði Atletico jafntefli gegn Barcelona í síðustu umferð spænsku deildarinnar og um leið liðinu titilinn á Spáni. Framlína Real, Benzema, Bale og Ronaldo voru nánast ekki með lengi framan. Ronaldo komst þó betur inn í leikinn er leið á hann og Bale fékk bestu færi Real Madrid í venjulegum leiktíma og hefði átt að skora. Vinusemi leikmanna Atletico var algjörlega til fyrirmyndar en útheimti mikla orku. Því þyngdust sóknir Real er leið á leikinn og liðinu gekk betur að skapa sér sóknarfæri ásamt því að lið Atletico féll aftar á völlinn. Sóknarþungi Real skilaði jöfnunarmarki á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Sergio Ramos skallaði hornspyrnu Luka Modric í hornið og knúði fram framlengingu. Real var sterkara í framlengingunni og tryggði sér sigur í seinni hálfleik hennar. Þegar tíu mínútur voru eftir átti Angel di María frábæran sprett upp hægri kantinn, komst í gott færi en Courtois varði í markinu. Bale var réttur maður á réttum stað þegar hann fylgdi skotinu eftir og skallaði boltann í netið. Það var svo varamaðurinn Marcelo sem gerði út um leikinn þegar tvær mínútur voru eftir með föstu skoti rétt utan teigs. Enn var tími fyrir eitt mark í viðbót. Ronaldo var felldur í teignum og hann skoraði sjálfur úr vítinu í þann mund sem venjulegur leiktími framlengingarinnar rann út. Tíundi sigur Real Madrid í Meistaradeildinni staðreynd og sá fyrsti í 12 ár. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Sjá meira
Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. Atletico var 1-0 yfir fram í uppbótartíma venjulegs leiktíma en Real Madrid keyrði yfir Atletico í seinni hálfleik framlengingarinnar og tryggði sér sigurinn Diego Costa byrjaði leikinn fyrir Atletico en entist aðeins níu mínútur. Enginn getur jafnað sig á tognun í aftanverðu læri á einni viku og það kom á daginn. Vont fyrir Atletico að missa skiptingu svo snemma leiks þegar liðið þurfti sárlega á ferskum fótum að halda í framlengingunni. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en Gareth Bale fékk fyrsta færi góða leiksins eftir skelfileg mistök Tiago en hitti ekki markið. Örfáum mínútum seinna fékk Atletico horn. Casillas gerði skelfileg mistök í markinu þegar hann þaut af línunni og Diego Godin skallaði yfir hann og yfir línuna. Úrúgvæinn heldur áfram að skora mikilvæg mörk en hann tryggði Atletico jafntefli gegn Barcelona í síðustu umferð spænsku deildarinnar og um leið liðinu titilinn á Spáni. Framlína Real, Benzema, Bale og Ronaldo voru nánast ekki með lengi framan. Ronaldo komst þó betur inn í leikinn er leið á hann og Bale fékk bestu færi Real Madrid í venjulegum leiktíma og hefði átt að skora. Vinusemi leikmanna Atletico var algjörlega til fyrirmyndar en útheimti mikla orku. Því þyngdust sóknir Real er leið á leikinn og liðinu gekk betur að skapa sér sóknarfæri ásamt því að lið Atletico féll aftar á völlinn. Sóknarþungi Real skilaði jöfnunarmarki á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Sergio Ramos skallaði hornspyrnu Luka Modric í hornið og knúði fram framlengingu. Real var sterkara í framlengingunni og tryggði sér sigur í seinni hálfleik hennar. Þegar tíu mínútur voru eftir átti Angel di María frábæran sprett upp hægri kantinn, komst í gott færi en Courtois varði í markinu. Bale var réttur maður á réttum stað þegar hann fylgdi skotinu eftir og skallaði boltann í netið. Það var svo varamaðurinn Marcelo sem gerði út um leikinn þegar tvær mínútur voru eftir með föstu skoti rétt utan teigs. Enn var tími fyrir eitt mark í viðbót. Ronaldo var felldur í teignum og hann skoraði sjálfur úr vítinu í þann mund sem venjulegur leiktími framlengingarinnar rann út. Tíundi sigur Real Madrid í Meistaradeildinni staðreynd og sá fyrsti í 12 ár.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Sjá meira