Innlent

Þyrlan kölluð út að sækja veikan sjómann

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Landsæfing Landsbjargar fór fram í dag í Grindavík og hafði þyrlan verið notuð við hana. Æfingunni var nýlokið þegar kallið barst.
Landsæfing Landsbjargar fór fram í dag í Grindavík og hafði þyrlan verið notuð við hana. Æfingunni var nýlokið þegar kallið barst. VÍSIR/VILHELM
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í íslenskt fiskveiðiskip í dag. Þegar þyrlan var kölluð út var hún stödd í Keflavík. Landsæfing Landsbjargar fór fram í dag í Grindavík og hafði þyrlan verið notuð við hana. Æfingunni var nýlokið þegar kallið barst.

Þyrlan hélt af stað rétt fyrir klukkan hálf fjögur frá Keflavík en skipið var um 50 sjómílur suðvestur af Reykjanestá. Þyrlan var komin að skipinu á innan við hálftíma. Um tuttugu mínútur tók að koma sjúklingnum um borð. Þyrlan var svo lent við Borgarspítalann um rétt rúmlega hálf fimm. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×