Yfirlýsing: Frásögn Berserkja nokkuð einhliða 27. maí 2014 14:50 Meistaraflokkur Grundarfjarðar hefur gefið frá sér yfirlýsingu í ljósi ásakana Berserkja um atvik eftir leik liðanna í gærkvöldi. Að sögn stjórnar meistaraflokks Grundarfjarðar er um einhliða lýsingu á atvikinu að ræða sem komi niður á sannleiksgildi sögunnar. Benda þeir einnig á að Berserkir gætu ekki kvartað undan aðstæðum enda hafi Grundarfjörður lagt til að færa leikinn á sunnudaginn þegar aðstæður voru betri. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan.„Yfirlýsing Meistaraflokks Grundarfjarðar Stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar í knattspyrnu harmar mjög það atvik er varð eftir leik Grundarfjarðar og Berserkja mánudagskvöldið 26. maí síðastliðið. Einnig finnst okkur yfirlýsing gestaliðsins er birtist á fésbókarsíðu þeirra nokkuð einhliða þar sem að Kristinn Aron Hjartarson er sakaður um ósæmilega hegðun. Yfirleitt er einhver forsaga að svona en það þóknast þeim ekki að minnast á að 5-6 leikmanna þeirra hópast að fyrirliða Grundarfjarðarliðsins og svo að öðrum leikmönnum fyrir utan klefa okkar. Þar var Kristinn kallaður öllum illum og ósæmilegum nöfnum í vitna viðurvist en þar var einmitt ungur sonur Kristins staddur. Þurftu starfsmenn leiksins að skakka leikinn og er þetta hvorugu liði til framdráttar. Einnig setja stjórnarmenn Berserkja út á aðstæður til knattspyrnuiðkunar en þær voru vægast sagt ekki góðar, en það á samt við um bæði lið en ekki bara gestaliðið eins og þeir gefa í skyn á fésbókarsíðu sinni. Tilvitnun: "Þessar aðstæður hentuðu knattspyrnuliðinu sem mætti til leiks illa." Tilvitnun lýkur. Það er ekki eins og leikmenn Grundarfjarðar séu vanir að spila við slíkar aðstæður og því hentaði þetta báðum liðum jafn illa. Það má líka geta þess að leikmönnum Berserkja bauðst að mæta á sunnudeginum 25. Maí þar sem að veðurspá var góð og var hið besta knattspyrnuveður, logn og smá rigning. En þeim þóknaðist ekki að mæta á sunnudeginum og vildu heldur mæta á mánudeginum þar sem að veðurspáin var svipuð og á laugardeginum þegar að leiknum var frestað. Við í stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar vonum að menn læri af þessu og láti skapið ekki hlaupa með sig í gönur eins og þarna gerðist. Einnig vonumst við til að veðrið verði skárra í þeim leikjum sem eftir eru í sumar. Með virðingu og vinsemd. Meistaraflokksráð Grundarfjarðar“ Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Meistaraflokkur Grundarfjarðar hefur gefið frá sér yfirlýsingu í ljósi ásakana Berserkja um atvik eftir leik liðanna í gærkvöldi. Að sögn stjórnar meistaraflokks Grundarfjarðar er um einhliða lýsingu á atvikinu að ræða sem komi niður á sannleiksgildi sögunnar. Benda þeir einnig á að Berserkir gætu ekki kvartað undan aðstæðum enda hafi Grundarfjörður lagt til að færa leikinn á sunnudaginn þegar aðstæður voru betri. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan.„Yfirlýsing Meistaraflokks Grundarfjarðar Stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar í knattspyrnu harmar mjög það atvik er varð eftir leik Grundarfjarðar og Berserkja mánudagskvöldið 26. maí síðastliðið. Einnig finnst okkur yfirlýsing gestaliðsins er birtist á fésbókarsíðu þeirra nokkuð einhliða þar sem að Kristinn Aron Hjartarson er sakaður um ósæmilega hegðun. Yfirleitt er einhver forsaga að svona en það þóknast þeim ekki að minnast á að 5-6 leikmanna þeirra hópast að fyrirliða Grundarfjarðarliðsins og svo að öðrum leikmönnum fyrir utan klefa okkar. Þar var Kristinn kallaður öllum illum og ósæmilegum nöfnum í vitna viðurvist en þar var einmitt ungur sonur Kristins staddur. Þurftu starfsmenn leiksins að skakka leikinn og er þetta hvorugu liði til framdráttar. Einnig setja stjórnarmenn Berserkja út á aðstæður til knattspyrnuiðkunar en þær voru vægast sagt ekki góðar, en það á samt við um bæði lið en ekki bara gestaliðið eins og þeir gefa í skyn á fésbókarsíðu sinni. Tilvitnun: "Þessar aðstæður hentuðu knattspyrnuliðinu sem mætti til leiks illa." Tilvitnun lýkur. Það er ekki eins og leikmenn Grundarfjarðar séu vanir að spila við slíkar aðstæður og því hentaði þetta báðum liðum jafn illa. Það má líka geta þess að leikmönnum Berserkja bauðst að mæta á sunnudeginum 25. Maí þar sem að veðurspá var góð og var hið besta knattspyrnuveður, logn og smá rigning. En þeim þóknaðist ekki að mæta á sunnudeginum og vildu heldur mæta á mánudeginum þar sem að veðurspáin var svipuð og á laugardeginum þegar að leiknum var frestað. Við í stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar vonum að menn læri af þessu og láti skapið ekki hlaupa með sig í gönur eins og þarna gerðist. Einnig vonumst við til að veðrið verði skárra í þeim leikjum sem eftir eru í sumar. Með virðingu og vinsemd. Meistaraflokksráð Grundarfjarðar“
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira