Yfirlýsing: Frásögn Berserkja nokkuð einhliða 27. maí 2014 14:50 Meistaraflokkur Grundarfjarðar hefur gefið frá sér yfirlýsingu í ljósi ásakana Berserkja um atvik eftir leik liðanna í gærkvöldi. Að sögn stjórnar meistaraflokks Grundarfjarðar er um einhliða lýsingu á atvikinu að ræða sem komi niður á sannleiksgildi sögunnar. Benda þeir einnig á að Berserkir gætu ekki kvartað undan aðstæðum enda hafi Grundarfjörður lagt til að færa leikinn á sunnudaginn þegar aðstæður voru betri. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan.„Yfirlýsing Meistaraflokks Grundarfjarðar Stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar í knattspyrnu harmar mjög það atvik er varð eftir leik Grundarfjarðar og Berserkja mánudagskvöldið 26. maí síðastliðið. Einnig finnst okkur yfirlýsing gestaliðsins er birtist á fésbókarsíðu þeirra nokkuð einhliða þar sem að Kristinn Aron Hjartarson er sakaður um ósæmilega hegðun. Yfirleitt er einhver forsaga að svona en það þóknast þeim ekki að minnast á að 5-6 leikmanna þeirra hópast að fyrirliða Grundarfjarðarliðsins og svo að öðrum leikmönnum fyrir utan klefa okkar. Þar var Kristinn kallaður öllum illum og ósæmilegum nöfnum í vitna viðurvist en þar var einmitt ungur sonur Kristins staddur. Þurftu starfsmenn leiksins að skakka leikinn og er þetta hvorugu liði til framdráttar. Einnig setja stjórnarmenn Berserkja út á aðstæður til knattspyrnuiðkunar en þær voru vægast sagt ekki góðar, en það á samt við um bæði lið en ekki bara gestaliðið eins og þeir gefa í skyn á fésbókarsíðu sinni. Tilvitnun: "Þessar aðstæður hentuðu knattspyrnuliðinu sem mætti til leiks illa." Tilvitnun lýkur. Það er ekki eins og leikmenn Grundarfjarðar séu vanir að spila við slíkar aðstæður og því hentaði þetta báðum liðum jafn illa. Það má líka geta þess að leikmönnum Berserkja bauðst að mæta á sunnudeginum 25. Maí þar sem að veðurspá var góð og var hið besta knattspyrnuveður, logn og smá rigning. En þeim þóknaðist ekki að mæta á sunnudeginum og vildu heldur mæta á mánudeginum þar sem að veðurspáin var svipuð og á laugardeginum þegar að leiknum var frestað. Við í stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar vonum að menn læri af þessu og láti skapið ekki hlaupa með sig í gönur eins og þarna gerðist. Einnig vonumst við til að veðrið verði skárra í þeim leikjum sem eftir eru í sumar. Með virðingu og vinsemd. Meistaraflokksráð Grundarfjarðar“ Íslenski boltinn Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Meistaraflokkur Grundarfjarðar hefur gefið frá sér yfirlýsingu í ljósi ásakana Berserkja um atvik eftir leik liðanna í gærkvöldi. Að sögn stjórnar meistaraflokks Grundarfjarðar er um einhliða lýsingu á atvikinu að ræða sem komi niður á sannleiksgildi sögunnar. Benda þeir einnig á að Berserkir gætu ekki kvartað undan aðstæðum enda hafi Grundarfjörður lagt til að færa leikinn á sunnudaginn þegar aðstæður voru betri. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan.„Yfirlýsing Meistaraflokks Grundarfjarðar Stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar í knattspyrnu harmar mjög það atvik er varð eftir leik Grundarfjarðar og Berserkja mánudagskvöldið 26. maí síðastliðið. Einnig finnst okkur yfirlýsing gestaliðsins er birtist á fésbókarsíðu þeirra nokkuð einhliða þar sem að Kristinn Aron Hjartarson er sakaður um ósæmilega hegðun. Yfirleitt er einhver forsaga að svona en það þóknast þeim ekki að minnast á að 5-6 leikmanna þeirra hópast að fyrirliða Grundarfjarðarliðsins og svo að öðrum leikmönnum fyrir utan klefa okkar. Þar var Kristinn kallaður öllum illum og ósæmilegum nöfnum í vitna viðurvist en þar var einmitt ungur sonur Kristins staddur. Þurftu starfsmenn leiksins að skakka leikinn og er þetta hvorugu liði til framdráttar. Einnig setja stjórnarmenn Berserkja út á aðstæður til knattspyrnuiðkunar en þær voru vægast sagt ekki góðar, en það á samt við um bæði lið en ekki bara gestaliðið eins og þeir gefa í skyn á fésbókarsíðu sinni. Tilvitnun: "Þessar aðstæður hentuðu knattspyrnuliðinu sem mætti til leiks illa." Tilvitnun lýkur. Það er ekki eins og leikmenn Grundarfjarðar séu vanir að spila við slíkar aðstæður og því hentaði þetta báðum liðum jafn illa. Það má líka geta þess að leikmönnum Berserkja bauðst að mæta á sunnudeginum 25. Maí þar sem að veðurspá var góð og var hið besta knattspyrnuveður, logn og smá rigning. En þeim þóknaðist ekki að mæta á sunnudeginum og vildu heldur mæta á mánudeginum þar sem að veðurspáin var svipuð og á laugardeginum þegar að leiknum var frestað. Við í stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar vonum að menn læri af þessu og láti skapið ekki hlaupa með sig í gönur eins og þarna gerðist. Einnig vonumst við til að veðrið verði skárra í þeim leikjum sem eftir eru í sumar. Með virðingu og vinsemd. Meistaraflokksráð Grundarfjarðar“
Íslenski boltinn Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð