Erlent

Þunguð pakistönsk kona grýtt til dauða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Talið er að 869 konur hafi verið myrtar í heiðursmorðum í Pakistan árið 2013.
Talið er að 869 konur hafi verið myrtar í heiðursmorðum í Pakistan árið 2013.
Farzana Paveen var grýtt til dauða af fjölskyldu sinni í Pakistan í morgun fyrir að hafa gifst manni í óþökk fjölskyldu hennar.

Hún var komin þrjá mánuði á leið.

Tuttugu fjölskyldumeðlimir konunnar, þar á meðal faðir hennar og bræður, réðust á hana og eiginmann hennar með múrsteinum og bareflum fyrir fram dómshúsið í borginni Lahore að fjölda manns viðstöddum en giftingin var í óþökk fjölskyldu hennar.

Samkvæmt pakistönsku rannsóknarlögreglunni hefur faðir konunnar, Mohammad Azeem, verið handtekinn fyrir glæpinn en Azeem hafði kært eiginmann Paveen fyrir mannrán.

„Ég myrti dóttur mína því hún móðgaði fjölskylduna með því að giftast manni án okkar samþykkis. Ég iðrast einskis,“ á faðir Farzana Paveen að hafa sagt við lögregluyfirvöld.

Hundruðir kvenna eru myrtar árlega í Pakistan í svokölluðum „heiðursmorðum“ sem iðulega eru framin af eiginmönnum eða feðrum kvennanna, en opinberar grýtingar sem þessar eru fátíðar. Talið er að 869 konur hafi verið myrtar í heiðursmorðum í landinu í fyrra.

Nánari upplýsingar má lesa á vef AP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×