Erlent

Í ótrúlegu návígi við skýstrók

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mennirnir náðu mögnuðu myndbandi af skýstróknum þegar hann fór rétt framhjá þeim.
Mennirnir náðu mögnuðu myndbandi af skýstróknum þegar hann fór rétt framhjá þeim. mynd/skjáskot
Skýstrókur reið yfir vinnubúðir við olíuborsvæði rétt fyrir utan Watford City í Norður Dakota á mánudaginn.

Níu manns slösuðust nokkuð illa og einn er í lífshættu. Skýstrókurinn gjöreyðilagði nokkur lítil hús í búðunum.

Dan Yorgason og Adam Schiff, starfsmenn olíufyrirtækisins, tóku upp ótrúlegt myndband af skýstróknum og komust gríðarlega nálægt honum.

Þeir félagar voru í mjög mikilli hættu en eins og sést á myndbandinu gerðu þeir sér engan veginn grein fyrir því og misstu stjórn á sér í geðshræringunni yfir náttúruofsanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×