Erlent

Maya Angelou látin

Maya Angelou var ein helsta baráttukona fyrir réttindum blökkumanna í  Bandaríkjunum
Maya Angelou var ein helsta baráttukona fyrir réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum
Ljóðskáldið, rithöfundurinn og baráttukonan Maya Angelou lést í dag, 86 ára að aldri.

Angelou var ein helsta baráttukona fyrir réttindum blökkumanna í  Bandaríkjunum, og er hún einna þekktust fyrir ævisögu sína „I Know Why The Caged Bird Sings“, eða „Ég veit afhverju fuglinn í búrinu syngur“. Hún fylgdi henni eftir með sex öðrum bókum. Í bókunum lýsir hún erfiðri æsku sinni sem einkenndist af gríðar miklu ofbeldi.

Angelou var nauðgað af kærasta móður hennar þegar hún var átta ára gömul. Hún sagði fjölskyldu sinni frá nauðguninni og var maðurinn myrtur í kjölfarið. Angelou þagði í fimm ár eftir það.

Angelou lést á heimili sínu í gær, en hún hafði barist við veikindi síðastliðna mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×