Frjór jarðvegur fyrir þjóðernispopúlisma á Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. maí 2014 17:38 Íslendingi bregður fyrir í nýju áróðursmyndbandi öfgaflokksins Sverigedemokraterna. Prófessor í sagnfræði telur raunverulegt svigrúm fyrir stjórnmálaflokk sem elur á andúð í garð innflytjenda hér á landi. Árið 2009 töldu 20 prósent Íslendinga innflytjendur alvarlega ógn við þjóðareinkenni Íslendinga. Niðurstöður Evrópuþingskosninganna benda til þess að grasrótarhreyfingar þjóðernissinna í Evrópu séu að eflast. Ein þeirra, ungliðahreyfing popúlistaflokksins Sverigedemokraterna, birtir blygðunarlaust þetta myndband á YouTube þar sem aðallega ungir hvítir karlmenn tala um ættjörðina og að þeir hafi fengið nóg af fjölmenningarsamfélaginu. Og við Íslendingar eigum okkar fulltrúa þarna, Ómar Richter. Í íslensku kosningarannsókninni sem framkvæmd var af félagsvísindasviði HÍ árið 2009 var ein spurninganna:Ertu sammála því eða ósammála að innflytjendur séu alvarleg ógn við þjóðareinkenni okkar? Heil 20 prósent Íslendinga voru alveg sammála eða frekar sammála.Aðeins stigsmunur á ákáfum þjóðernissinnum og nasistum Það er óþægileg tilhugsun að Íslendingar eru ekki svo langt frá nasismanum eins og þessir gripir (sjá myndskeið) frá skipulagðri hreyfingu nasista á Íslandi á fjórða áratug síðustu aldar bera með sér, en þeir eru til sýnis í Safnaramiðstöðinni á Hverfisgötu. Hreyfing íslenskra nasista var mjög skipulögð og virk og þeir gáfu út fréttabréf í mörgum borgum og bæjum, m.a. Vestmannaeyjum, Siglufirði og Ísafirði. Þá mótmæltu þeir kröftuglega því sem þeir töldu linkind nafngreindra fjölmiðla, eins og Morgunblaðsins. Í raun og veru er aðeins stigsmunur, ekki eðlismunur, á ákáfum þjóðernissinnum og nasistum. Hinir síðarnefndu eru í raun efsta stigið á sama skalanum.Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði.iPhone / ÞÞVið hittum Guðmund Hálfdanarson prófessor í sagnfræði á dögunum og fengum hann til að meta hvort raunverulegt svigrúm væri fyrir íslenskan popúlistaflokk sem æli á andúð gagnvart innflytjendum. „Því var spáð árið 2007, og sagnfræðingar eiga kannski ekki að vera að spá mikið, að ef að eitthvað myndi bjáta á í íslensku efnahagslífi, þá myndi andúð á innflytjendum aukast,“ segir Guðmundur. „Það er vegna þess að þá yrði meiri samkeppni um störfin. Svo fengum við hrun 2008 og það gerðist ekki. Þannig að enn sem komið er, hefur þetta ekki gengið. Flokkarnir sem vilja láta taka sig alvarlega hafa ekki reynt að beita þessu vopni. En ef maður lítur á almenna þjóðfélagsumræðu, þá er alveg örugglega talsverður hópur kjósenda sem hefur alveg nákvæmlega sömu skoðanir og kjósendur þessara popúlistaflokka í Evrópu.“ Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Íslendingi bregður fyrir í nýju áróðursmyndbandi öfgaflokksins Sverigedemokraterna. Prófessor í sagnfræði telur raunverulegt svigrúm fyrir stjórnmálaflokk sem elur á andúð í garð innflytjenda hér á landi. Árið 2009 töldu 20 prósent Íslendinga innflytjendur alvarlega ógn við þjóðareinkenni Íslendinga. Niðurstöður Evrópuþingskosninganna benda til þess að grasrótarhreyfingar þjóðernissinna í Evrópu séu að eflast. Ein þeirra, ungliðahreyfing popúlistaflokksins Sverigedemokraterna, birtir blygðunarlaust þetta myndband á YouTube þar sem aðallega ungir hvítir karlmenn tala um ættjörðina og að þeir hafi fengið nóg af fjölmenningarsamfélaginu. Og við Íslendingar eigum okkar fulltrúa þarna, Ómar Richter. Í íslensku kosningarannsókninni sem framkvæmd var af félagsvísindasviði HÍ árið 2009 var ein spurninganna:Ertu sammála því eða ósammála að innflytjendur séu alvarleg ógn við þjóðareinkenni okkar? Heil 20 prósent Íslendinga voru alveg sammála eða frekar sammála.Aðeins stigsmunur á ákáfum þjóðernissinnum og nasistum Það er óþægileg tilhugsun að Íslendingar eru ekki svo langt frá nasismanum eins og þessir gripir (sjá myndskeið) frá skipulagðri hreyfingu nasista á Íslandi á fjórða áratug síðustu aldar bera með sér, en þeir eru til sýnis í Safnaramiðstöðinni á Hverfisgötu. Hreyfing íslenskra nasista var mjög skipulögð og virk og þeir gáfu út fréttabréf í mörgum borgum og bæjum, m.a. Vestmannaeyjum, Siglufirði og Ísafirði. Þá mótmæltu þeir kröftuglega því sem þeir töldu linkind nafngreindra fjölmiðla, eins og Morgunblaðsins. Í raun og veru er aðeins stigsmunur, ekki eðlismunur, á ákáfum þjóðernissinnum og nasistum. Hinir síðarnefndu eru í raun efsta stigið á sama skalanum.Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði.iPhone / ÞÞVið hittum Guðmund Hálfdanarson prófessor í sagnfræði á dögunum og fengum hann til að meta hvort raunverulegt svigrúm væri fyrir íslenskan popúlistaflokk sem æli á andúð gagnvart innflytjendum. „Því var spáð árið 2007, og sagnfræðingar eiga kannski ekki að vera að spá mikið, að ef að eitthvað myndi bjáta á í íslensku efnahagslífi, þá myndi andúð á innflytjendum aukast,“ segir Guðmundur. „Það er vegna þess að þá yrði meiri samkeppni um störfin. Svo fengum við hrun 2008 og það gerðist ekki. Þannig að enn sem komið er, hefur þetta ekki gengið. Flokkarnir sem vilja láta taka sig alvarlega hafa ekki reynt að beita þessu vopni. En ef maður lítur á almenna þjóðfélagsumræðu, þá er alveg örugglega talsverður hópur kjósenda sem hefur alveg nákvæmlega sömu skoðanir og kjósendur þessara popúlistaflokka í Evrópu.“
Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28