Frjór jarðvegur fyrir þjóðernispopúlisma á Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. maí 2014 17:38 Íslendingi bregður fyrir í nýju áróðursmyndbandi öfgaflokksins Sverigedemokraterna. Prófessor í sagnfræði telur raunverulegt svigrúm fyrir stjórnmálaflokk sem elur á andúð í garð innflytjenda hér á landi. Árið 2009 töldu 20 prósent Íslendinga innflytjendur alvarlega ógn við þjóðareinkenni Íslendinga. Niðurstöður Evrópuþingskosninganna benda til þess að grasrótarhreyfingar þjóðernissinna í Evrópu séu að eflast. Ein þeirra, ungliðahreyfing popúlistaflokksins Sverigedemokraterna, birtir blygðunarlaust þetta myndband á YouTube þar sem aðallega ungir hvítir karlmenn tala um ættjörðina og að þeir hafi fengið nóg af fjölmenningarsamfélaginu. Og við Íslendingar eigum okkar fulltrúa þarna, Ómar Richter. Í íslensku kosningarannsókninni sem framkvæmd var af félagsvísindasviði HÍ árið 2009 var ein spurninganna:Ertu sammála því eða ósammála að innflytjendur séu alvarleg ógn við þjóðareinkenni okkar? Heil 20 prósent Íslendinga voru alveg sammála eða frekar sammála.Aðeins stigsmunur á ákáfum þjóðernissinnum og nasistum Það er óþægileg tilhugsun að Íslendingar eru ekki svo langt frá nasismanum eins og þessir gripir (sjá myndskeið) frá skipulagðri hreyfingu nasista á Íslandi á fjórða áratug síðustu aldar bera með sér, en þeir eru til sýnis í Safnaramiðstöðinni á Hverfisgötu. Hreyfing íslenskra nasista var mjög skipulögð og virk og þeir gáfu út fréttabréf í mörgum borgum og bæjum, m.a. Vestmannaeyjum, Siglufirði og Ísafirði. Þá mótmæltu þeir kröftuglega því sem þeir töldu linkind nafngreindra fjölmiðla, eins og Morgunblaðsins. Í raun og veru er aðeins stigsmunur, ekki eðlismunur, á ákáfum þjóðernissinnum og nasistum. Hinir síðarnefndu eru í raun efsta stigið á sama skalanum.Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði.iPhone / ÞÞVið hittum Guðmund Hálfdanarson prófessor í sagnfræði á dögunum og fengum hann til að meta hvort raunverulegt svigrúm væri fyrir íslenskan popúlistaflokk sem æli á andúð gagnvart innflytjendum. „Því var spáð árið 2007, og sagnfræðingar eiga kannski ekki að vera að spá mikið, að ef að eitthvað myndi bjáta á í íslensku efnahagslífi, þá myndi andúð á innflytjendum aukast,“ segir Guðmundur. „Það er vegna þess að þá yrði meiri samkeppni um störfin. Svo fengum við hrun 2008 og það gerðist ekki. Þannig að enn sem komið er, hefur þetta ekki gengið. Flokkarnir sem vilja láta taka sig alvarlega hafa ekki reynt að beita þessu vopni. En ef maður lítur á almenna þjóðfélagsumræðu, þá er alveg örugglega talsverður hópur kjósenda sem hefur alveg nákvæmlega sömu skoðanir og kjósendur þessara popúlistaflokka í Evrópu.“ Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Íslendingi bregður fyrir í nýju áróðursmyndbandi öfgaflokksins Sverigedemokraterna. Prófessor í sagnfræði telur raunverulegt svigrúm fyrir stjórnmálaflokk sem elur á andúð í garð innflytjenda hér á landi. Árið 2009 töldu 20 prósent Íslendinga innflytjendur alvarlega ógn við þjóðareinkenni Íslendinga. Niðurstöður Evrópuþingskosninganna benda til þess að grasrótarhreyfingar þjóðernissinna í Evrópu séu að eflast. Ein þeirra, ungliðahreyfing popúlistaflokksins Sverigedemokraterna, birtir blygðunarlaust þetta myndband á YouTube þar sem aðallega ungir hvítir karlmenn tala um ættjörðina og að þeir hafi fengið nóg af fjölmenningarsamfélaginu. Og við Íslendingar eigum okkar fulltrúa þarna, Ómar Richter. Í íslensku kosningarannsókninni sem framkvæmd var af félagsvísindasviði HÍ árið 2009 var ein spurninganna:Ertu sammála því eða ósammála að innflytjendur séu alvarleg ógn við þjóðareinkenni okkar? Heil 20 prósent Íslendinga voru alveg sammála eða frekar sammála.Aðeins stigsmunur á ákáfum þjóðernissinnum og nasistum Það er óþægileg tilhugsun að Íslendingar eru ekki svo langt frá nasismanum eins og þessir gripir (sjá myndskeið) frá skipulagðri hreyfingu nasista á Íslandi á fjórða áratug síðustu aldar bera með sér, en þeir eru til sýnis í Safnaramiðstöðinni á Hverfisgötu. Hreyfing íslenskra nasista var mjög skipulögð og virk og þeir gáfu út fréttabréf í mörgum borgum og bæjum, m.a. Vestmannaeyjum, Siglufirði og Ísafirði. Þá mótmæltu þeir kröftuglega því sem þeir töldu linkind nafngreindra fjölmiðla, eins og Morgunblaðsins. Í raun og veru er aðeins stigsmunur, ekki eðlismunur, á ákáfum þjóðernissinnum og nasistum. Hinir síðarnefndu eru í raun efsta stigið á sama skalanum.Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði.iPhone / ÞÞVið hittum Guðmund Hálfdanarson prófessor í sagnfræði á dögunum og fengum hann til að meta hvort raunverulegt svigrúm væri fyrir íslenskan popúlistaflokk sem æli á andúð gagnvart innflytjendum. „Því var spáð árið 2007, og sagnfræðingar eiga kannski ekki að vera að spá mikið, að ef að eitthvað myndi bjáta á í íslensku efnahagslífi, þá myndi andúð á innflytjendum aukast,“ segir Guðmundur. „Það er vegna þess að þá yrði meiri samkeppni um störfin. Svo fengum við hrun 2008 og það gerðist ekki. Þannig að enn sem komið er, hefur þetta ekki gengið. Flokkarnir sem vilja láta taka sig alvarlega hafa ekki reynt að beita þessu vopni. En ef maður lítur á almenna þjóðfélagsumræðu, þá er alveg örugglega talsverður hópur kjósenda sem hefur alveg nákvæmlega sömu skoðanir og kjósendur þessara popúlistaflokka í Evrópu.“
Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28