Frjór jarðvegur fyrir þjóðernispopúlisma á Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. maí 2014 17:38 Íslendingi bregður fyrir í nýju áróðursmyndbandi öfgaflokksins Sverigedemokraterna. Prófessor í sagnfræði telur raunverulegt svigrúm fyrir stjórnmálaflokk sem elur á andúð í garð innflytjenda hér á landi. Árið 2009 töldu 20 prósent Íslendinga innflytjendur alvarlega ógn við þjóðareinkenni Íslendinga. Niðurstöður Evrópuþingskosninganna benda til þess að grasrótarhreyfingar þjóðernissinna í Evrópu séu að eflast. Ein þeirra, ungliðahreyfing popúlistaflokksins Sverigedemokraterna, birtir blygðunarlaust þetta myndband á YouTube þar sem aðallega ungir hvítir karlmenn tala um ættjörðina og að þeir hafi fengið nóg af fjölmenningarsamfélaginu. Og við Íslendingar eigum okkar fulltrúa þarna, Ómar Richter. Í íslensku kosningarannsókninni sem framkvæmd var af félagsvísindasviði HÍ árið 2009 var ein spurninganna:Ertu sammála því eða ósammála að innflytjendur séu alvarleg ógn við þjóðareinkenni okkar? Heil 20 prósent Íslendinga voru alveg sammála eða frekar sammála.Aðeins stigsmunur á ákáfum þjóðernissinnum og nasistum Það er óþægileg tilhugsun að Íslendingar eru ekki svo langt frá nasismanum eins og þessir gripir (sjá myndskeið) frá skipulagðri hreyfingu nasista á Íslandi á fjórða áratug síðustu aldar bera með sér, en þeir eru til sýnis í Safnaramiðstöðinni á Hverfisgötu. Hreyfing íslenskra nasista var mjög skipulögð og virk og þeir gáfu út fréttabréf í mörgum borgum og bæjum, m.a. Vestmannaeyjum, Siglufirði og Ísafirði. Þá mótmæltu þeir kröftuglega því sem þeir töldu linkind nafngreindra fjölmiðla, eins og Morgunblaðsins. Í raun og veru er aðeins stigsmunur, ekki eðlismunur, á ákáfum þjóðernissinnum og nasistum. Hinir síðarnefndu eru í raun efsta stigið á sama skalanum.Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði.iPhone / ÞÞVið hittum Guðmund Hálfdanarson prófessor í sagnfræði á dögunum og fengum hann til að meta hvort raunverulegt svigrúm væri fyrir íslenskan popúlistaflokk sem æli á andúð gagnvart innflytjendum. „Því var spáð árið 2007, og sagnfræðingar eiga kannski ekki að vera að spá mikið, að ef að eitthvað myndi bjáta á í íslensku efnahagslífi, þá myndi andúð á innflytjendum aukast,“ segir Guðmundur. „Það er vegna þess að þá yrði meiri samkeppni um störfin. Svo fengum við hrun 2008 og það gerðist ekki. Þannig að enn sem komið er, hefur þetta ekki gengið. Flokkarnir sem vilja láta taka sig alvarlega hafa ekki reynt að beita þessu vopni. En ef maður lítur á almenna þjóðfélagsumræðu, þá er alveg örugglega talsverður hópur kjósenda sem hefur alveg nákvæmlega sömu skoðanir og kjósendur þessara popúlistaflokka í Evrópu.“ Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Íslendingi bregður fyrir í nýju áróðursmyndbandi öfgaflokksins Sverigedemokraterna. Prófessor í sagnfræði telur raunverulegt svigrúm fyrir stjórnmálaflokk sem elur á andúð í garð innflytjenda hér á landi. Árið 2009 töldu 20 prósent Íslendinga innflytjendur alvarlega ógn við þjóðareinkenni Íslendinga. Niðurstöður Evrópuþingskosninganna benda til þess að grasrótarhreyfingar þjóðernissinna í Evrópu séu að eflast. Ein þeirra, ungliðahreyfing popúlistaflokksins Sverigedemokraterna, birtir blygðunarlaust þetta myndband á YouTube þar sem aðallega ungir hvítir karlmenn tala um ættjörðina og að þeir hafi fengið nóg af fjölmenningarsamfélaginu. Og við Íslendingar eigum okkar fulltrúa þarna, Ómar Richter. Í íslensku kosningarannsókninni sem framkvæmd var af félagsvísindasviði HÍ árið 2009 var ein spurninganna:Ertu sammála því eða ósammála að innflytjendur séu alvarleg ógn við þjóðareinkenni okkar? Heil 20 prósent Íslendinga voru alveg sammála eða frekar sammála.Aðeins stigsmunur á ákáfum þjóðernissinnum og nasistum Það er óþægileg tilhugsun að Íslendingar eru ekki svo langt frá nasismanum eins og þessir gripir (sjá myndskeið) frá skipulagðri hreyfingu nasista á Íslandi á fjórða áratug síðustu aldar bera með sér, en þeir eru til sýnis í Safnaramiðstöðinni á Hverfisgötu. Hreyfing íslenskra nasista var mjög skipulögð og virk og þeir gáfu út fréttabréf í mörgum borgum og bæjum, m.a. Vestmannaeyjum, Siglufirði og Ísafirði. Þá mótmæltu þeir kröftuglega því sem þeir töldu linkind nafngreindra fjölmiðla, eins og Morgunblaðsins. Í raun og veru er aðeins stigsmunur, ekki eðlismunur, á ákáfum þjóðernissinnum og nasistum. Hinir síðarnefndu eru í raun efsta stigið á sama skalanum.Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði.iPhone / ÞÞVið hittum Guðmund Hálfdanarson prófessor í sagnfræði á dögunum og fengum hann til að meta hvort raunverulegt svigrúm væri fyrir íslenskan popúlistaflokk sem æli á andúð gagnvart innflytjendum. „Því var spáð árið 2007, og sagnfræðingar eiga kannski ekki að vera að spá mikið, að ef að eitthvað myndi bjáta á í íslensku efnahagslífi, þá myndi andúð á innflytjendum aukast,“ segir Guðmundur. „Það er vegna þess að þá yrði meiri samkeppni um störfin. Svo fengum við hrun 2008 og það gerðist ekki. Þannig að enn sem komið er, hefur þetta ekki gengið. Flokkarnir sem vilja láta taka sig alvarlega hafa ekki reynt að beita þessu vopni. En ef maður lítur á almenna þjóðfélagsumræðu, þá er alveg örugglega talsverður hópur kjósenda sem hefur alveg nákvæmlega sömu skoðanir og kjósendur þessara popúlistaflokka í Evrópu.“
Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28